Ég reyki ekki !

maí 28, 2004
 
Í morgun var hafist handa við að dreifa forvarnarbolum til unglinga í 7. – 10. bekk í grunnskólum Borgarbyggðar sem ekki reykja.
Átakið er að frumkvæði Vímuvarnarnefndar Borgarbyggðar sérstaklega styrkt af Tóbaksvarnarráði.
Á bolunum eru fjölbreytt slagorð sem eiga vel við ungmennin okkar sem ekki reykja:
 
Ég hugsa sjálfstætt ! Ég virði líkama minn ! Ég er vinur vina minna !
Ég stunda félagslífið ! Ég stunda íþróttir ! Ég er rokkari !
Ég er frábær ! Ég er frjáls ! Ég elska lífið !
Því ég reyki ekki !!!!!!!
 
Við getum verið stollt af því að nemendur grunnskóla Borgarbyggðar sem reykja má telja á fingrum annarrar handar og er vonandi að þeir hætti sem fyrst og þeir reyklausu haldi sínu striki. Til hamingju reyklausir og sjálfstæðir unglingar !
ij
 
 

Share: