Vígsluleikur nýja parketgólfsins í Borgarnesi

júní 25, 2004
Belgía sigraði Ísland 78-88 í vináttulandsleik þjóðanna í Borgarnesi í gærkvöld.
Belgar hófu leikinn í gær af miklum krafti og skoraðu 9 fyrstu stigin. Okkar menn náðu að minnka muninn í tvö stig en tíu stigum munaði í lok fjórðungsins. Annar fjórðungur var kaflaskiptur. Ísland átti fyrri hlutann, staðan 26-30 um hann miðjan, en 30-47 þegar flautað var til leikhlés. Mikil barátta einkenndi allan síðari hálfleik, íslenska liðið neitaði að gefast upp og með mikilli baráttu tókst því að minnka muninn í fjögur stig 69-73 um miðjan lokafjórðunginn. Lokatölur voru síðan 78-88 eins og fyrr greinir.
 
Fyrir leik flutti Sóley Sigurþórsdóttir formaður tómstundanefndar stutt ávarp á þessum tímamótum og Eiríkur Ólafsson fulltrúi bæjarstjóra tók fyrsta skotið í “nýja” salnum.
Í stuttu máli tókst þessi framkvæmd frábærlega vel og hrósuðu landsliðsmenn okkar gólfinu mikið að leik loknum.
Nú er komið að íþróttafólkinu okkar að hefja æfingar á fjaðrandi parketgólfinu sem er það örugglega tilhlökkunarefni fyrir marga.
ij.
 

Share: