Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2003 var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar s.l. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2003 nemi 662 milljónum króna sem er um 8% hækkun á milli ára. Þær skiptast þannig að útsvarstekjur eru áætlaðar 427 milljónir króna, fasteignaskattur 81 milljónir króna, framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 145 milljónir króna og lóðaleiga …
Námskeið um gerð viðskiptaáætlana
Í tengslum við verkefnið “Nýsköpun 2003” sem er samkeppni um viðskiptaáætlanir, verður boðið upp á námskeið á tveimur stöðum á Vesturlandi. Akranesi, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17.15 í Safnaskálanum. Snæfellsbæ, mánudaginn 17. febrúar kl. 17.15 í Hótel Ólafsvík. Námskeiðið, stendur frá klukkan 17:15-20:30. Fyrirlesari verður G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri samkeppninnar. Þátttakendur greiða kr. 1.500.- fyrir kaffi og léttan málsverð í …
Fjölmenni á þrettándabrennu
Nú árið er liðið ….. Þrettándabrenna var haldin á Seleyrinni 6. janúar s.l. að viðstöddu fjölmenni. Veðrið var eins og best verður á kosið og var flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Brákar sérlega glæsileg. Halldór Sigurðsson hjá Njarðtaki setti upp brennuna og var brennustjóri. Bæjarstjórinn í Borgarbyggð flutti ávarp og hvatti menn til að standa saman og vera bjartsýn á nýju ári. Á …
Gleðileg jól.
Óskum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Starfsfólk Borgarbyggðar.
Bæjarmálin í beinni útsendingu Fm. Óðals
Í dag kl. 13.oo verða fulltrúar stjórnmálaflokkanna í Borgarbyggð gestir Eddu Bergsveinsdóttur fréttastjóra Fm. Óðals og verða bæjarmálin rædd í bak og fyrir í fréttastofu. Spurt verður um nýafstaðnar kosningar, atvinnuhorfur og hvaða áherslur verða í stjórnun bæjarfélagins á næstu árum. Eddu til halds og trausts verður fréttamaðurinn geðþekki Gísli Einarsson.
Jólaútvarpið Fm. Óðal 101,3
Þá er farið í loftið árlegt jólaútvarp unglingana í Óðali. Hér hægt að sjá dagskrána sem hefst kl. 10.oo og stendur til kl. 23.oo á kvöldin. Allir geta náð útvarpinu á heimasíðu Óðals www.borgarbyggd.is/odal enda leynast gamlir Óðalsútvarpsmenn víða um lönd og strönd. Fyrri hluta dags eru bekkjatengdir þættir frá yngri bekkjum Grunnskólans í Borgarnesi …
Úrslit sveitarstjórnarkosninga.
Úrslit sveitarstjórnarkosninga sem fram fóru í Borgarbyggð laugardaginn 7. desember voru þessi: Á kjörskrá voru 1.793 og neyttu 1.400 kjósendur atkvæðisréttar sem er 78%. Auðir seðlar og ógildir voru 26. Atkvæði féllu þannig: B-listi Framsóknarflokks 562 atkvæði og4 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokks 518 atkvæði og3 menn kjörna. L-listi Borgarbyggðarlista 294 atkvæði og2 menn kjörna. Samkvæmt …
Staðardagskrá 21
Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma á Staðardagskrá 21 fyrir Borgarbyggð og hefur stór hópur íbúanna komið að þeirri vinnu. Staðardagskrá 21 er heildaráætlun um þróun hvers samfélags, þar sem koma á fram hvernig sveitarfélagið, fyrirtæki og íbúarnir geta stuðlað að því að komandi kynslóðum verði tryggð viðunandi lífskilyrði í framtíðinni Stýrihópur ásamt verkefnisstjóra skilaði nú í …
Frábær forvarnarfræðsla fyrir unglinga og foreldra þeirra í Óðali !
Þriðjudaginn 4. des s.l. fóru nemendur á unglingastigi grunnskólanna í Borgarbyggð í gegn um fræðslu á vegum Lögreglunnar í Borgarbyggð, Félagsþjónustunnar í Borgarbyggð, grunnskólanna í Borgarbyggð, Vímuvarnarnefndar Borgarbyggðar og Marita á Íslandi.Þema fræðslunnar var: „Hjálpaðu barninu þínu að hætta áður en það byrjar“. Fundur um kvöldið fyrir foreldra og kennara barna í 8. – 10. bekkja grunnskólanna í Borgarbyggð í …
Hjálpaðu barninu þínu að hætta áður en það byrjar!
Fræðsla á vegum lögreglunnar, félagsþjónustunnar, grunnskólanna og Vímuvarnarnefndar í Borgarbyggð og Marita á Íslandi. Fundur fyrir foreldra og kennara barna í 8.- 10. bekkjum grunnskólanna í Borgarbyggð í félagsmiðstöðinni Óðali, þriðjudaginn 3. desember klukkan 20:00, í kjölfar sýningar íslensku myndarinnar „Hættu áður en þú byrjar“. Á fundinn koma Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi sem jafnframt er fyrrverandi fíkniefnaneytandi, Hjördís …