Grunnskólinn í Borgarnesi fær tölvur

Nú er lokið fyrsta áfanga í heildarendurnýjun tölvukosts Grunnskólans í Borgarnesi. Gengið hefur verið frá kaupun á 24 tölvum af Dell gerð frá EJS ásamt prenturum og skjávarpa. 16 af þessum vélum eru í endurgerðu tölvuveri skólans og kemur það til með að breyta miklu fyrir skólann. Koma þessar vélar í stað 6 ára gamalla véla sem verða nú teknar …

Næsti bæjarstjórnarfundur

Ákveðið hefur verið að fresta næsta bæjarstjórnarfundi um viku frá því sem áður var gert ráð fyrir og verður hann fimmtudaginn 22. febrúar og hefst kl. 16,oo.

Styrkir til íþrótta-, tómstunda og æskulýðsmála 2001

Tómstundanefnd Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkjum til íþrótta- tómstunda- og æskulýðsstarfsemi fyrir árið 2001. Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir þriðjudaginn 20. febrúar n.k. Um styrki geta sótt félög og aðilar í Borgarbyggð sem sinna íþrótta- tómstunda- og æskulýðsstarfi eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Úthlutunarreglur vegna …

Umsóknir um styrki úr Menningarsjóði

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs, eða starfsárs og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, Borgarnesi fyrir 20. febrúar …

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2001

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2001 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 18. janúar s.l. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2001 nemi 539 milljónum króna sem er um 10% hækkun á milli ára. Auk þess eru ýmsar þjónustutekjur áætlaðar um 150 milljónir króna. Útsvarsprósenta hækkaði um áramótin úr 12,04% í 12,70% í samræmi við breytingu á lögum …

Ályktun bæjarstjórnar Borgarbyggðar

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar sem haldinn var fimmtudaginn 18. janúar 2001 var eftirfarandi ályktun lögð fram og samþykkt. “Bæjarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnar Goða hf. að staðsetja höfuðstöðvar fyrirtækisins, þar með talið alla kjötvinnslu, á höfuðborgarsvæðinu.Kjötvinnsla hefur verið mikilvægur hluti atvinnustarfseminnar í Borgarnesi um langan tíma. Með sameiningu þeirrar starfsemi við Goða s.l. sumar voru …

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar 2001 að Borgarbraut 11 og hefst kl. 16,oo. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2001 ( seinni umræða ). 2. Fjárhagsáætlun Hitaveitu Borgarness 2001 ( seinni umræða ). 3. Fjárhagsáætlun framkvæmdasjóðs 2001 ( seinni umræða ). 4. Fjárhagsáætlun félagslegra íbúða 2001 (seinni umræða). 5. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs 2002 – 2004 (fyrri umræða). 6. Tillögur um …

Bíó í 70 ár

Miðvikudaginn 10. janúar s.l. var tekin í notkun ný kvikmyndasýningavél í Félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi. Þar með verður bíómenning áfram í Borgarnesi eins og verið hefur s.l. 70 ár. Það var glatt á hjalla þegar ný bíósýningarvél var tekin í notkun s.l. miðvikudag í félagsmiðstöðinni að viðstöddu fjölmenni. Um þessar mundir eru 70 ár frá því fyrst voru sýndar kvikmyndir …

Viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi

Borgarbyggð hefur gengið frá samningi við verktakafyrirtækið Sólfell ehf um að reisa 660 fm byggingu við Grunnskólann í Borgarnesi. Verksamningurinn er gerður á grundvelli útboðs og nemur samningsfjárhæð 97,2 milljónum króna. Verktaki semur við undirverktaka um hluta af framkvæmdinni og er stærsti undirverktaki Loftorka í Borgarnesi sem tekur að sér að steypa einingar í húsið og reisa þær. Byggingartíminn er …

Samið um tryggingar

Borgarbyggð hefur skrifað undir samning við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. um vátryggingaviðskipti á grundvelli útboðs. Samningurinn er til sex ára frá 1. janúar 2001 að telja. Vátryggingarsamningurinn er heildarsamningur um tryggingar Borgarbyggðar og sjálfstæðra stofnana þess. Samningurinn felur í sér að fram fari sameiginleg úttekt og endurskoðun á vátryggingarþörf Borgarbyggðar á árinu 2001. ÍSVÁ, löggild vátryggingamiðlun, hafði umsjón með framkvæmd útboðsins …