Umferðin gekk vel fyrir sig um verslunarmannahelgina á þessu svæði fyrir utan rútuslysið á laugardag,“ segir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. „Það var gríðaleg umferð hér í gegn en það má segja að hún hafi dreifst óvenju mikið og það voru óvenju litlir toppur. „Umferðin var byrjuð að aukast fyrir hádegi á fimmtudag og gekk fram á nótt á mánudag.“ …
Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Borgarnesi.
77. Meistaramót Íslands fór fram í Borgarnesi um helgina og tókst mótið vel, en það var í umsjón Ungmennasambands Borgarfjarðar.Helstu afreksmenn mótins voru að öðrum ólöstuðum þau Jón Arnar Magnússon og Sunna Gestsdóttir, en Jón Arnar sigraði í öllum sex einstaklingsgreinum sem hann tók þátt í, auk þess sem hann var í sigursveit Breiðabliks í báðum boðhlaupum.Sunna Gestsdóttir sigraði í …
MÍ á Skallagrímsvelli um helgina !
Við hvetjum alla Borgfirðinga og gesti héraðsins til að fjölmenna á íþróttamiðstöðvarsvæðið í Borgarnesi helgina 26. – 27. júlí en þá fer fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum þar sem allir bestu frjálsíþróttamenn landsins mæta til keppni. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið fer fram utan höfuðborgarsvæðisins og er það gleðilegt að UMSB skuli glíma við svo verðugt …
Borgarbyggð kaupir Sparisjóðshúsið
Á síðasta fundi bæjarráðst Borgarbyggðar var samþykkt gagntilboð Sparisjóðs Mýrasýslu um kaup Borgarbyggðar á húseigninni Borgarbraut 14 þar sem höfuðstöðvar sjóðsins eru til húsa í dag. Var bæjarstjóra falið að ganga til samninga við stjórn Sparisjóðsins á grundvelli tilboðsins. Kaupin voru samþykkt samhljóða en fulltrúi minnihlutans, Þorvaldur Tómas Jónsson, lagði fram eftirfarandi bókun: “Undirritaður samþykkir gagntilboð SM en bendir á …
Samstarf Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og Reykjavík Spa City verkefnisins.
Borgarbyggð hefur nú hafið samstarf við verkefnið Heilsuborgin Reykjavík um kynningu á Borgarnesi sem heilsulindarbæ. Verkefnið felst í því að upplýsinga- og fræðsluefni er sent með öllu því upplýsingaefni sem Heilsuborgin Reykjavík sendir frá sér árlega. …
Kynning á lóðum í Borgarnesi
Föstudaginn 11. júlí verður kynning á lausum lóðum í Borgarnesi haldin í Skallagrímsgarðinum á milli kl. 13,oo og 16,oo. Þar verða kynntar þær lóðir sem tilbúnar eru til úthlutunar og þau svæði sem verið er að vinna við að deiliskipuleggja. Jafnframt verða veitar upplýsingar um gatnagerðar- og byggingaleyfisgjöld og reglur um greiðsludreifingu þessara gjalda. Í Borgarnesi eru lausar lóðir …
Safnar skemmilegu fólki
“Jónína Erna Arnardóttir og Óskar Þór Óskarsson Borgfirðingahátíð var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi. Var þetta mjög vel heppnuð hátíð og fjölmargir lögðu leið sína upp í Borgarfjörð. Einn liður í hátíðinni var kvikmyndasýningin „Óskarinn“ þar sem Óskar Þór Óskarsson í Borgarnesi sýndi tvær heimildarmyndir sem hann hefur gert, annars vegar sögur frá stríðsárunum og hinsvegar heimildamynd um …
17. júní í Borgarbyggð
Íbúar í Borgarbyggð fögnuðu Þjóðhátíðardeginum með svipuðu sniði og undanfarin ár. Dagskrá hófst með víðavangshlaupi á íþóttavellinum og eftir að fallhlífastökkvarar höfðu svifið til jarðar fór fram knattspyrnuleikur á milli bæjarstjórnar og stjórnar knattspyrnudeildar Skallagríms. Leiknum lauk með jafntefli 2 – 2, en lið bæjarstjórnar var sterkari aðilinn frá upphafi til leiksloka Eftir hádegið var guðþjónusta í Borgarneskirkju og síðan …
Ársreikningur Borgarbyggðar 2002.
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2002 var samþykktur við seinni umræðu í bæjarstjórn 8. maí s.l. Í „pistlinum“ á heimasíðunni rekur Páll Brynjarsson bæjarstjóri niðurstöður reikningsins og undir liðnum „tölulegar upplýsingar“ er hægt að sjá ársreikninginn í heild.
Loftorka kaupir Steypustöðina hf.
Loftorka í Borgarnesi ehf hefur keypt 100% hlut í Basalti ehf sem á meðal annars Steypustöðina hf, Steypustöð Suðurlands hf og Vinnuvélar hf sem sjá um malarvinnslu að Esjubergi og Norðurkoti á Kjalarnesi. Basalt ehf. Var í eigu 19 Byggingaverktaka sem starfandi eru í byggingariðnaði. Um fjörtíu manns starfa hjá Basalti ehf. Að sögn Konráðs Andréssonar hjá Loftorku er tilgangurinn …