Kjartansgötuhátíð

ágúst 15, 2005
Síðasta föstudagskvöld stóðu íbúar Kjartansgötu í Borgarnesi fyrir hátíð á Kjartansvelli þar sem íbúar götunnar og gestir þeirra komu saman og gerðu sér glaðan dag. Farið var í leiki með börnunum, grillað saman og sungin brekkusöngur. Keppt var í minigolfi, boccia og kubbaleik. Hátíðin þótti takast sérlega vel og eru svona götuhátíðir góð leið fyrir íbúa að kynnast og mikilvægur liður í að auka samheldni bæjarbúa almennt.
ij
 
 

Share: