Landnámssetur opnar heimasíðu

júlí 8, 2005
Landnámsetur Íslands hefur opnað glæsilega heimsíðu á slóðinni http://www.landnam.is . Þar kemur m.a. fram að stefnt er að því að opna Landnámssetrið 13. maí 2006, en setrinu er ætlað að segja söguna af því hvernig þjóð varð til á Íslandi og högum fyrstu íbúanna. Landnámssetrið verður til húsa í gamla Pakkhúsinu að Brákarbraut 15 í Borgarnesi.
Til að byrja með mun starfssemi Landnámsseturs í meginatriðum byggjast á tveimur sýningum; Landnámssýningu á miðhæð Pakkhússins og Egilssýningu í kjallaranum. Einnig verða sagnamenn og leiksýningar á Pakkhúsloftinu.
Við hvetjum íbúa til að heimsækja síðuna og kynna sér uppbyggingu og fyrirhugaða starfsemi setursins.
 

Share: