Skemmtilegu Norðurlandamóti lokið

ágúst 8, 2005
Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla lauk á sunnudag með leikjum um sæti. Írar hömpuðu sigri í mótinu eftir sigur á Englendingum í úrslitaleik, en Danir, sem höfnuðu í 3. sæti, eru Norðurlandameistarar 2005. Það voru Finnar og Færeyingar sem léku á Skallagrímsvelli og tókst framkvæmd leiksins vel í blíðunni í Borgarnesi. Leikmenn sýndu frábæra takta á knattspyrnusviðinu og hefðu gjarnan fleiri mátt koma á völlinn og læra af.
Á heimasíðu KSÍ www.ksi.is er framkvæmd leikja hrósað mjög og tekið fram að þau félög sem tóku að sér að sjá um leiki eigi hrós skilið. Völlurinn hefur nú jafnað sig eftir skemmdirnar í vetur og skartar nú sínu fegursta eftir djúpsáninguna sem gerð var í vor og virðist hafa tekist vel.
ij.

 

Share: