Kaupfélagshúsin afhent

Páll Brynjarsson bæjarstjóri tekur við lyklunum úr hendi Guðsteins Einarssonar kaupfélagsstjóraÍ gær tók bæjarstjórn Borgarbyggðar formlega við húseignum við Skúlagötu íBorgarnesi sem sveitarfélagið hefur keypt af Kaupfélagi Borgfirðinga. Húsinsem um ræðir tilheyrðu byggingavörudeild KB sem hefur sem kunnugt er flutt sig um set að Snæfellsnesvegamótum. Ekki liggur fyrir hvað gert verður viðhúsið sem hýsti byggingavörudeildina enákveðið hefur verið að rífa …

Mikil fjölgun á Varmalandi

Á meðan nemendum hefur fækkað ár frá ári í flestum sveitaskólum landsins er þróunin þveröfug í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Nemendur þar verða um 170 talsins í vetur en voru um 150 síðasta vetur og er því fjölgun sem nemur 20 nemendum. Fjölgunin er enn meiri en spár gerðu ráð fyrir í tengslum við vöxt Viðskiptaháskólans á Bifröst en fjölgunin í …

Vetrarstarf hafið í Mími ungmennahúsinu í Borgarnesi.

  Fjölmenni var í Mími í gær þegar ný sjórn var kosin á fyrsta opnu húsi vetrarins.Það kemur í hlut Gunnars Aðils Tryggvasonar, Margrétar Hildar Pétursdóttur og Guðmundar Skúla Halldórssonar að leiða innra starfið í húsinu í vetur.Eggert Sólberg Jónsson verður tengiliður við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi. Helga Lind Pálsdóttir hefur verið ráðin starfsmaður, en hún starfaði um skeið í Félagsmiðstöðinni …

Greiðslu krafist fyrir smalamennskur og hagagöngu

Pétur DiðrikssonBræðurnir Pétur og Vilhjálmur, Diðrikssynir, bændur á Helgavatni í Þverárhlíð hafa um nokkur skeið staðið í baráttu gegn ágangi frá sauðfé úr nágrenninu og eru ósáttir við að þeir, sem landeigendur, skuli algjörlega réttlausir gagnvart annarra manna búfé. Í síðustu viku létu þeir smala tún á Helgavatni og lögðu hald á aðkomufé sem þar var, alls 26 kindur. Þeir …

Mikil umferð en áfallalítið

Umferðin gekk vel fyrir sig um verslunarmannahelgina á þessu svæði fyrir utan rútuslysið á laugardag,“ segir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. „Það var gríðaleg umferð hér í gegn en það má segja að hún hafi dreifst óvenju mikið og það voru óvenju litlir toppur. „Umferðin var byrjuð að aukast fyrir hádegi á fimmtudag og gekk fram á nótt á mánudag.“ …

Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Borgarnesi.

77. Meistaramót Íslands fór fram í Borgarnesi um helgina og tókst mótið vel, en það var í umsjón Ungmennasambands Borgarfjarðar.Helstu afreksmenn mótins voru að öðrum ólöstuðum þau Jón Arnar Magnússon og Sunna Gestsdóttir, en Jón Arnar sigraði í öllum sex einstaklingsgreinum sem hann tók þátt í, auk þess sem hann var í sigursveit Breiðabliks í báðum boðhlaupum.Sunna Gestsdóttir sigraði í …

MÍ á Skallagrímsvelli um helgina !

  Við hvetjum alla Borgfirðinga og gesti héraðsins til að fjölmenna á íþróttamiðstöðvarsvæðið í Borgarnesi helgina 26. – 27. júlí en þá fer fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum þar sem allir bestu frjálsíþróttamenn landsins mæta til keppni. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið fer fram utan höfuðborgarsvæðisins og er það gleðilegt að UMSB skuli glíma við svo verðugt …

Borgarbyggð kaupir Sparisjóðshúsið

Á síðasta fundi bæjarráðst Borgarbyggðar var samþykkt gagntilboð Sparisjóðs Mýrasýslu um kaup Borgarbyggðar á húseigninni Borgarbraut 14 þar sem höfuðstöðvar sjóðsins eru til húsa í dag. Var bæjarstjóra falið að ganga til samninga við stjórn Sparisjóðsins á grundvelli tilboðsins. Kaupin voru samþykkt samhljóða en fulltrúi minnihlutans, Þorvaldur Tómas Jónsson, lagði fram eftirfarandi bókun: “Undirritaður samþykkir gagntilboð SM en bendir á …

Kynning á lóðum í Borgarnesi

Föstudaginn 11. júlí verður kynning á lausum lóðum í Borgarnesi haldin í Skallagrímsgarðinum á milli kl. 13,oo og 16,oo. Þar verða kynntar þær lóðir sem tilbúnar eru til úthlutunar og þau svæði sem verið er að vinna við að deiliskipuleggja.   Jafnframt verða veitar upplýsingar um gatnagerðar- og byggingaleyfisgjöld og reglur um greiðsludreifingu þessara gjalda. Í Borgarnesi eru lausar lóðir …