Þá er komið að því ! Hið árlega Æskulýðsball 14 skóla af Vesturlandi er í kvöld á Hótel Borgarnesi. Það er félagsmiðstöðin Óðal og Nemendafélag G.B. sem skipuleggur þessa unglingahátíð. Um 450 unglingar mæta til leiks að þessu sinni og hefst dagskrá kl. 20.oo með kvöldvökuatriðum frá öllum skólum. Því næst stígur hin landsfræga hljómsveit Papar á stokk og heldur …
Sameiginlegur fundur !
Fulltrúar Menningar, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar dvöldu á Hótel Borgarnesi um helgina og voru að leggja lokahönd á fjárhagsáætlanagerð sína. Tækifærið var notað til að slá upp sameiginlegum kynnis- og fræðslufundi með heimamönnum þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, fulltrúar úr Tómstundanefnd og Menningarmálanefnd Borgarbyggðar ásamt bæjarstjóra Páli S Brynjarsyni skiptust á hugmyndum og framtíðaráformum í þessum málaflokkum. Ljóst er að …
Ekki orðið að kæk að kaupa verslanir
„Það er ekki orðið að kæk hjá okkur að kaupa eina verslun á viku, við skulum hafa það á hreinu,” sagði Bjarki Þorsteinsson verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga þegar hann var inntur eftir fréttum af kaupum á Versluninni Tanga í Grundarfirði. Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns var gengið frá kaupum KB á versluninni Grundavali á Akranesi í síðustu viku …
Tónlistarskóli Borgarfjarðar eignast hús
Kaup á nýju húsnæði tónlistarskólans innsigluð. Síðastliðinn föstudag var formlega gengið frá kaupum Tónlistarskóla Borgarfjarðar á nýju húsnæði fyrir skólann af Lyfju hf. Húsið sem um ræðir er að Borgarbraut 49 þar sem Borgarnesapótek var áður til húsa ogskrifstofur Skessuhorns um tíma.Við athöfn í verðandi tónlistarskólahúsi á föstudag lýsti Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans yfir ánægju starfsfólks skólans með að hann …
Nýtt safnaðarheimili Borgarneskirkju vígt
Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason og Kór Borgarneskirkju við athöfnina í nýja safnaðarheimilinu.Að lokinni guðsþjónustu í Borgarneskirkju síðstliðinn sunnudag vígði sóknarpresturinn, Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, nýtt safnaðarheimili kirkjunnar í húsnæði sem kirkjan keypti af Verkalýðsfélagi Borgarness fyrr áárinu. Í ræðu sem formaður sóknarnefndar, Arna Einarsdóttir, flutti við athöfnina kom fram að ekki væri búið að festa niður nýtingu á húsnæðinu í …
Upphafs knattleikja minnst í Sandvíkinni
Það var brosmildur hópur sem minntist upphafs knattleikja á Íslandi í Sandvíkinni þegar söguskiltið var afhjúpað.Fyrstu heimildir um knattleik á Íslandi eru úr Egilssögu. Knattleikir voru karlmannsíþrótt á þeim tíma og oftar en ekki hljóp köppunum kapp í kinn. Fræg er frásögnin í Eglu þegar þeir félagar Þórður frá Granastöðum og Egill háðu kapp við Skallagrím í Sandvíkinni. Þeim leik …
Kristján B Snorrason kjörinn forseti Bridgesambandsins
Kristján B Snorrason nýkjörinn forseti Bridgesambandsins.Kristján Björn Snorrason, útibússtjóri Búnaðarbankans í Borgarnesi, var kjörinn forseti Bridgesambands Íslands á 55. ársþingi sambandsins sem haldið var á sunnudag. Kristján var einn í kjöri og var kosningabaráttan því ekkiátakamikil. Hann þurfti hinsvegar að berjast hart við spilaborðið því um helgina var spilað um Íslandsmeistaratitilinn í einmenningi og þar var Kristján í toppbaráttunni og …
Mikil fjölgun íbúa í Borgarbyggð
Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hefur íbúum Borgarbyggðar fjölgað um 56 á tímabilinu júlí til september. Mikill hluti þessarar fjölgunar er á Bifröst og svæðinu þar í kring. Í heild hefur íbúum Borgarbyggðar fjölgað um 72 á þessu ári sem er tæplega 3% en mjög fá sveitarfélög geta státað af slíkri fólksfjölgun á árinu. Á Vesturlandi hefur íbúum hins vegar …
Hollvinasamtök Englendingavíkur stofnuð í Borgarnesi
Hluti af gömlu húsunum í EnglendingavíkSíðastliðið mánudagskvöld var haldinn á Hótel Borgarnesi stofnfundur Hollvinasamtaka Englendingavíkur. Samtökin eru stofnuð í framhaldi af því að Borgarbyggð hefur eignast gömlu pakkhúsin 2 í Englendingavík og einnig hefur sveitarfélagið áhuga á að festa kaup á gömlu verslunarhúsunum á sama stað sem voru lengst af í eigu Kaupfélags Borgfirðinga.Á næsta ári eru 150 ár síðan …
Haustnámskeið Mótorsmiðju
Sex vikna haustnámskeið í Mótorsmiðjunni í gamla hafnarhúsinu í Brákarey er nú langt komið. Góð mæting hefur verið í þetta tómstundatilboð og margir unglingarnir gert góða hluti í bílaviðgerðum og mótorgrúski. Pétur Hannesson er leiðbeinandi í mótorsmiðjunni og vildi hann taka fram að hópurinn í haust væri hörkuduglegur og þar væri eflaust að finna bifvélavirkja framtíðarinnar. Mótorsmiðjan, eitt af …