Sól og sumar í Borgarfirði

  Nú er gott veður í Borgarfirði og veðurspáin góð fyrir helgina. Reikna má með að fjöldi fólks leggi leið sína um héraðið og hvetjum við alla til að fara varlega í umferðinni.   Við bjóðum alla velkomna og minnum á þá fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem er að finna í Borgarfirði.        

KB – bankamótið stendur nú yfir

Aðalsteinn formaður setur mótið í gær.                       Um 860 þátttakendur eru nú að spila knattspyrnu á Skallagrímsvelli og er líf og fjör í Borgarnesi þessa helgi vegna mótsins. Fjölmargir foreldrar fylgja með eins og vanalega og fylla tjaldstæði bæjarins og tjaldstæði í nágrenni hans. Mótið gengur vel og menn í …

Metaðsókn í Skallagrímsgarði

Metþátttaka var á 17. júní hátíðarhöldum í Skallagrímsgarði sem fram fóru s.l. föstudag í einstöku blíðviðri.               Um morguninn var hefðbundið hlaup á Skallagrímsvelli og sundlaugin var opin sem fjölmargir nýttu sér. Eftir hádegi var Skátamessa og síðan var gengið í mjög fjölmennri skrúðgöngu frá kirkjunni. Skátar og Götuleikhús vinnuskólans leiddu gönguna ásamt Stefáni …

17. júní hátíðarhöld í Borgarnesi

Dagskrá: Kl. 09.00 – 12.00 Sundlaugin í Borgarnesi opin Kl. 10.30 17. júní hlaup á Skallagrímsvelli Kl. 13.00 Skátamessa í Borgarneskirkju Kl. 13.45 Skrúðganga frá kirkju niður í Skallagrímsgarð Kl. 14.00Hátíðardagskrá í Skallagrímsgarði Hátíðarávarp: Hrefna Bryndís Jónsdóttir framkv.stj. SSV Ávarp fjallkonu: Drífa Mjöll Sigurbergsdóttir Silfurrefirnir taka lagið Dralon systur skemmta Götuleikhúsið flytur ævintýri fyrir þau yngstu Ragnar Bjarnason og Þorgeir …

Borgfirðingahátíð 10. – 12. júní

Borgfirðingahátíð er að ganga í garð í björtu og fallegu veðri eins og við er að búast. Hátíðin hefst á föstudag og stendur fram á sunnudagskvöld. Dagskráin er með örlítið breyttu sniði þótt ýmsir fastir liðir séu á sínum stað. Markmiðið er að bjóða upp á létta og skemmtilega dagkrá þar sem fjölskyldan geti sameinast breiðu brosi, helst hálfan annan …

Sigrún Símonardóttir kvödd

                                    Sigrún Símonardóttir stýrði í dag sínum síðasta fundi sem formaður félagsmálanefndar Borgarbyggðar, en hún og eiginmaður hennar fluttu til Reykjavíkur nú í vor er Sigrún lét af störfum á Sýsluskrifstofunni og fór á eftirlaun. Sigrún hefur um langan tíma tekið virkan þátt …

15 ára afmæli Óðals – Opið hús

Opið hús fyrir almenning föstudaginn 3. júní ! Opið hús verður í Óðali frá kl. 14.oo – 17.oo föstudaginn 3. júní í tilefni 15 ára afmælis félagsmiðstöðvarinnar. Allir eru hjartanlega velkomnir í kaffi og kökur, sérstaklega eru foreldrar hvattir til að mæta og sýna unglingamenningunni áhuga með nærveru sinni. Unglingarnir sýna gestum klúbbaaðstöðuna í kjallaranum og myndir frá liðnum árum …

Skallagrímsvöllur í sárum

Veturinn hefur leikið grasið á Skallagrímsvelli grátt í orðsins fyllstu merkingu. Ljóst er að stór svæði í vellinum eru stórskemmd eftir frostin í vetur. Sama má segja um nokkur grín á golfvellinum á Hamri. Brugðið var á það ráð að djúpsá með sérstöku tæki í völlinn og golfvöllinn og nú er að vona að þetta lagist með auknu hitastigi en …

Sprenging í kvennagolfi

  Yfir 60 konur komu á golfvöllinn á Hamri á kynningarkvöld sem Golfklúbbur Borgarness bauð upp á með Ragnhildi Sigurðardóttur golfmeistara í gærkvöldi. Eftir kennslu var konunum boðið upp á kaffi og meðlæti og starf golfklúbbsins kynnt. 40 konur sem þarna voru skráðu sig á áframhaldandi hópnámskeið sem klúbburinn heldur í júní. Auk þess skráðu sig nokkrar unglingsstúlkur í klúbbinn …

Fundur bæjastjóra í Borgarnesi og á Akranesi

Árlegur vorfundur bæjarstjóra var að þessi sinni haldinn í Borgarnesi og á Akranesi dagana 19. og 20. maí s.l. Alls voru 29 bæjarstjórar ásamt mökum mættir á fundinn, en hópurinn gisti á Hótel Borgarnesi. Á fundinum ræddu bæjarstjórarnir ýmis málefni sem varða sveitarfélög í landinu. Auk þess var m.a. farið í heimsókn í Íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum, Grundaskóla, Dvalarheimilið Höfða, Kirkjuhvol, …