Ársreikningur Borgarbyggðar 2002.

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2002 var samþykktur við seinni umræðu í bæjarstjórn 8. maí s.l. Í “pistlinum” á heimasíðunni rekur Páll Brynjarsson bæjarstjóri niðurstöður reikningsins og undir liðnum “tölulegar upplýsingar” er hægt að sjá ársreikninginn í heild.  

Loftorka kaupir Steypustöðina hf.

Loftorka í Borgarnesi ehf hefur keypt 100% hlut í Basalti ehf sem á meðal annars Steypustöðina hf, Steypustöð Suðurlands hf og Vinnuvélar hf sem sjá um malarvinnslu að Esjubergi og Norðurkoti á Kjalarnesi. Basalt ehf. Var í eigu 19 Byggingaverktaka sem starfandi eru í byggingariðnaði. Um fjörtíu manns starfa hjá Basalti ehf. Að sögn Konráðs Andréssonar hjá Loftorku er tilgangurinn …

Sparisjóðshúsið að ráðhúsi Borgarbyggðar?

Sparisjóður Mýrasýslu hefur boðið Borgarbyggð að kaupa húsnæði Sparisjóðsins að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Að sögn Sigurðar Más Einarssonar stjórnarformanns SPM er áhugi fyrir því að byggja nýtt húsnæði fyrir starfsemi sjóðsins nær þjóðvegi eitt. “Miðbærinn hefur færst að þjóðveginum og við höfum áhuga á að færa okkur líka og vera þannig sýnilegri þannig að vegfarendur verði meira varir við …

Velheppnað umhverfisátak

  Vel heppnuðu umhverfisátaki í Borgarbyggð á laugardag var fagnað með grillveislu í boði bæjarins í Skallagrímsgarði um kvöldið. Þennan dag voru íbúar hvattir til að taka til í görðum sínum að sögn bæjarstarfsmanna var það drjúgt sem týndist til. Mynd: Ásþór

Atvinnuátak í Borgarbyggð

Um fimmtán manns verða ráðnir á vegum Borgarbyggðar og stofnana sveitarfélagsins í sérstök verkefni í sumar með stuðningi atvinnuleysistryggingasjóðs. “Í kjölfar mikillar umræðu um atvinnuleysi á svæðinu skoruðum við á stofnanir sveitarfélagsins að sækja um stuðning úr atvinnuleysistryggingasjóði. Við sóttum um styrk til að manna tæplega 20 störf og fengum stuðning í fimmtán fyrir félagsmiðstöð, bókasafn, leikskólana og bæjarskrifstofunar en …

Áskorun um lækkun gangagjalds

Síðastliðinn mánudag afhenti bæjarstjóri Borgarbyggðar Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, áskorun frá sveitarfélögum á Vesturlandi þar sem skorað er á ráðherra að leita allra leiða til að lækka gjaldið í Hvalfjarðargöng. Að áskoruninni standa Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Hvítársíðuhreppur og Skilmannahreppur. Í ályktuninni er því fagnað að samgönguráðherra hafi óskað eftir viðræðum við Spöl ehf. um mögulega lækkun á gjaldinu …

Atkvæðin talin í íþróttahúsinu í Borgarnesi

Um tuttugu manns munu sinna því verki að telja atkvæðin í NV-kjördæmi í komandi Alþingiskosningum og munu þau gera það í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Að sögn Gísla Kjartanssonar, formanns yfirkjörstjórnar, má búast við að talningin taki lengri tíma en áður. “Það er miklu meiri vinna í kringum þetta en hefur verið vegna stækkunar umdæmisins. Meiningin er að flogið verði með …

Nýjar hugmyndir um Einkunnir kynntar

  Nemendur á umhverfisskipulagsbraut Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri afhentu Borgarbyggð s.l. föstudag hugmyndir sem þau hafa unnið um framtíðarnýtingu og fyrirkomulag Einkunna, sem er útivistarsvæði Borgnesinga, sérkennilegur og fallegur staður vestast í Hamarslandi við Borgarnes. Það var Páll Brynjarsson bæjarstjóri sem tók við verkefnunum úr hendi nemenda og kennara við LBH. Fram kom m.a. í máli Páls við það tækifæri að …

Þreksalurinn skilar árangri !

Þeir félagar Sigurbjörn Guðmundsson og Sigurður Örn Sigurðsson gerðu sér lítið fyrir og voru í fyrsta og öðru sæti í íslandsmótinu í Fitness sem fram fór á Akureyri um helgina. Þetta er frábær árangur hjá þeim félögum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Það er ljóst að þreksalurinn skilar ekki bara árangri til almennings heldur má þar ná …

Hvanneyri verði öflug miðstöð íslensks landbúnaðar

Sameiginlegur fundur bæjarstjórna Borgarbyggðar og Akraness og sveitarstjórnar Borgarfjarðarsveitar var haldin föstudaginn 11. apríl s.l. í Reykholti. Á fundinum var samþykkt að Borgarfjarðarsveit fengi aðild að samkomulagi um Akraness og Borgarbyggðar um samstarf og samvinnu þessara sveitarfélaga sem undirritað var á síðast ári. Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld, Bændasamtök íslands og hagsmunasamtök í landbúnaði að …