Útsýnispallur við Varmaland

október 17, 2006
Undanfarnar vikur hefur 5., 6. og 7. bekkur Varmalandsskóla verið að vinna að því að búa til útsýnispall uppi á hamrinum fyrir ofan Varmaland, en þar er gott útsýni yfir fjallahringinn. Erindi skólans um þetta var lagt fyrir umhverfisnefnd sveitarfélagsins og var tekið jákvætt í það á fundi hennar í morgun. Nemendurnir hafa tínt grjót af hamrinum til þess að hann yrði aðgengilegri og eru að vinna að göngustíg og að snyrta í kringum hann, t.d. að fjarlægja dauðar trjágreinar. Þau vinna þessi verk undir umsjón nokkurra kennara sinna. Sjá nánar á www.varmaland.is

 
 

Share: