Menntaskóli Borgarfjarðar – kynningarfundir

október 17, 2006
Boðað er til kynningarfunda um stöðu undirbúningsvinnu fyrir Menntaskóla Borgarfjarðar.
Fundirnir verða á Hótel Borgarnesi miðvikudaginn 18. október kl. 20,oo og í Snorrastofu Reykholti fimmtudaginn 19. október kl. 20,3o.
 
Dagskrá fundanna verður:
 
Eignarhald og formgerð skólans
-Torfi Jóhannesson formaður stjórnar
 
Innra starf skólans
– Bernhard Þór Bernhardsson formaður skólanefndar
 
Staða byggingaframkvæmda
– Helga Halldórsdóttir formaður bygginga- og framkvæmdanefndar
 
Fundarstjóri verður Ársæll Guðmundsson verkefnisstjóri.
 
Allir velkomnir.

Share: