Samkeppni um byggðamerki

október 11, 2006

Minnt er á samkeppni Borgarbyggðar um byggðarmerki fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða opna samkeppni og eru íbúar Borgarbyggðar sérstaklega hvattir til þátttöku. Engin takmörk eru á fjölda tillagna frá hverjum þátttakanda. Frestur til að skila inn tillögum rennur út þann 8. nóvember næstkomandi og úrslit verða kynnt á vef sveitarfélagsins sunnudaginn 19. nóvember.

Sjá nánar undir „Samkeppni um byggðarmerki“ hér til hægri á síðunni.

Share: