Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verður hin bráðum árlega Sauðamessa haldin í Borgarnesi þann 8. október n.k. Aðstandendur Sauðamessu hafa nú opnað sérstakan Sauðavef á netinu á slóðinni: www.sauda.vefurinn.is. Á vefnum sem hannaður er af Ástríði Einarsdóttur er að finna ýmisskonar fróðleik um sauðkindur lífs sem liðnar og þar eru einnig fréttir af undirbúningi Sauðamessu 2005. Þá styttist …
Laus störf á leikskólanum Klettaborg
Leikskólakennara vantar í afleysingar við leikskólann Klettaborg í Borgarnesi. Um er að ræða 50% starf vegna afleysinga til áramóta, og hugsanlega lengur. Starfið er laust nú þegar. Leikskólinn Klettaborg er fjögurra deilda leikskóli fyrir 2ja til 6 ára börn. Megináhersla er lögð á samskipti og skapandi starf. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar kemur til greina …
Skólamót í frjálsum og sundi
Í dag hittust um 600 nemendur af miðvesturlandi á íþróttamiðstöðvarsvæðinu í Borgarnesi og kepptu í frjálsum og sundi. Þrátt fyrir smá kulda var kátt yfir mannskapnum og gleði skein úr hverju andliti enda var þarna aðalmálið að vera með, hreyfa sig og taka þátt í góðum leik. Árangur mótsins má finna inn á heimasíðu www.grunnborg.is á næstu dögum.
Íslandsmótið í Kubbi
Íslandsmótið í Kubbi fornum víkingaleik sem mörg börn og unglingar þekkja úr íþróttakennslu var haldið í Skallagrímsgarði um síðustu helgi. Þurftu hópar að skrá sig á netinu og var aðal forsprakkinn að að þessu móti Hólmfríður …
Kjartansgötuhátíð
Síðasta föstudagskvöld stóðu íbúar Kjartansgötu í Borgarnesi fyrir hátíð á Kjartansvelli þar sem íbúar götunnar og gestir þeirra komu saman og gerðu sér glaðan dag. Farið var í leiki með börnunum, grillað saman og sungin brekkusöngur. Keppt var í minigolfi, boccia og kubbaleik. Hátíðin þótti takast sérlega vel og eru svona götuhátíðir góð leið fyrir íbúa að kynnast og mikilvægur …
Skemmtilegu Norðurlandamóti lokið
Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla lauk á sunnudag með leikjum um sæti. Írar hömpuðu sigri í mótinu eftir sigur á Englendingum í úrslitaleik, en Danir, sem höfnuðu í 3. sæti, eru Norðurlandameistarar 2005. Það voru Finnar og Færeyingar sem léku á Skallagrímsvelli og tókst framkvæmd leiksins vel í blíðunni í Borgarnesi. Leikmenn sýndu frábæra takta á knattspyrnusviðinu og hefðu gjarnan …
Landsleikur á Skallagrímsvelli
Næstkomandi föstudag 5. ágúst kl. 14.3o fer fram leikur í B riðli U-17 Norðurlandamóts landsliða á Skallagrímsvelli en mótið sem nú fer fram á nokkrum stöðum á landinu. Eru það Finnland og Færeyjar sem kjósa að koma í Borgarnes til að leika sinn leik og tökum við þeim fagnandi, því víst er að þarna verður um skemmtilega viðureign að ræða …
Húsaverndunarsjóður Borgarbyggðar
Stjórn Húsaverndunarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2005. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Borgarbyggð sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningasögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss eða mannvirkis og í samræmi við sjónarmið minjavörslu. Umsóknum um …
Gríðarlega mikil aðsókn að sundlauginni
Allt stefnir nú í metaðsókn í sumar í sundlauginni Borgarnesi og hafa gestakomur flestar helgar í sumar verið hátt í tvö þúsund talsins. Endurbótum á eimbaði og heitum potti er loksins lokið og slær nýtt kraftmikið heilsunudd í potti tvö …
Landnámssetur opnar heimasíðu
Landnámsetur Íslands hefur opnað glæsilega heimsíðu á slóðinni http://www.landnam.is . Þar kemur m.a. fram að stefnt er að því að opna Landnámssetrið 13. maí 2006, en setrinu er ætlað að segja söguna af því hvernig þjóð varð til á Íslandi og högum fyrstu íbúanna. Landnámssetrið verður til húsa í gamla Pakkhúsinu að Brákarbraut 15 í Borgarnesi. Til að byrja með …