Safnahús Borgarfjarðar

október 26, 2006
Safnahús Borgarfjarðar er við Bjarnarbraut í Borgarnesi og er opið alla daga frá kl. 13.00. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum er það opið til 18.00, en á þriðjudögum og fimmtudögum er opið lengur: til 20.00.
Safnahúsið er að stærstum hluta í eigu Borgarbyggðar en einnig eiga nágrannasveitarfélög aðild. Í húsinu er gott bókasafn með 30.000 bókatitlum, auk merks bókasafns Páls Jónssonar sem inniheldur 7000 bókatitla, þ.m.t. marga mjög fágæta. Í Safnahúsinu er einnig mikið skjala- og myndasafn, með tæplega 5000 skráðum ljósmyndum úr héraðinu auk náttúrugripasafns og byggðasafns. Í Safnahúsinu eru oft sérsýningar og er þar nú uppi sýning á verkum Páls Guðmundssonar á Húsafelli, sú sýning stendur til 1. desember n.k.

Share: