Leikurum og tækniliði var mikið klappað lof í lófa að lokinni frumsýningu í gær á Bugsy Malone. Fín sýning og fullt af nýjum leikurum sem koma á óvart með vasklegri framgöngu. Leikur, söngur og fullt af gríni…. Velkomin í Óðal.
Árshátíð NFGB, frumsýning í kvöld
Hver stórviðburðurinn rekur annan í félagslífinu. Samféshátíðin ekki fyrr búin en Árshátíð nemendafélagsins er komin á fjalirnar í Óðali. Að þessu sinni er það Bugsy Malone sem unglingarnir taka fyrir og má ætla að sýningin verði lífleg en um 40 unglingar taka þátt í uppsetningunni undir leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar. Þeir sem taka þátt í uppsetningunni fá starf sitt …
Vel heppnuð ferð á Samféshátíð
Unglingarnir okkar í Óðali voru til fyrirmyndar þegar farið var á Samféshátíðina um síðustu helgi sem að þessu sinni var haldin í Íþróttamiðstöðinni Mosfellsbæ. Samtals fóru 94 unglingar og fjórir fararstjórar í ferðina frá Óðali og var gist í Félagsmiðstöðinni Bólinu Mosfellsbæ. Unglingahljómsveitin Mad Mongoos úr Óðali var ein af þrjátíu böndum sem sóttu um að spila …
Rótarýklúbbur Borgarness gefur gjöf
Rótarýhreyfingin hélt upp á 100 ára afmæli Stjórnarmenn í Rótarýklúbbnum afhenda gjöfinaRotarý alheimshreyfingarinnar í Óðali á dögunum. Fundurinn var öllum opinn. Snorri Þorsteinsson flutti sögu félagsins og mögnuð fræðsluerindi um hræðilegt ástand íbúa í löndum Afríku voru einnig á dagskrá. Rótarýhreyfingin lætur alltaf eitthvað gott af sér leiða í starfi sínu og í tilefni afmælisdagsins gaf …
Fundur um atvinnumál
Sveitarfélögin í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar ásamt Verkalýðsfélagi Borgarness boða forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana til fundar um atvinnumál á Hótel Borgarnesi mánudagskvöldið 28. febrúar kl. 20.30 Dagskrá fundarins 1. Útgáfa kynningarblaðs um atvinnulíf í Borgarfirði 2. Atvinnuvegasýning 3. Kynning á stöðu klasaverkefnisins í Borgarfirði 4. Samtök atvinnulífsins 5. Efling atvinnulífs í Borgarfirði 6. Önnur mál Við hvetjum alla forsvarsmenn fyrirtækja og …
Nýr opnunartími Klettaborgar
Nýverið samþykkti fræðslunefnd Borgarbyggðar að Leikskólinn Klettaborg opni k. 06.45 ef þrír eða fleiri foreldrar óska þess. Þetta fyrirkomulag verður reynt í kjölfar óska um opnun fyrr að morgni. Það verður endurskoðað eftir sumarlokun 2005, í ljósi reynslunnar.
Söngvakeppni Samfés á Vesturlandi
260 manns mættu á Hótel Borgarnesi í gærkvöldi til þess að hlusta á tíu atriði frá fimm félagsmiðstöðvum á Vesturlandi allt til Hólmavíkur keppa um þrjú laus sæti á Söngvakeppni Samfés. Hrósa verður unglingum í Óðali sem héldu keppnina að þessu sinni á Hótel Borgarnesi fyrir skipulag og umgjörð en fjölmargir lögðu mikla vinnu í að hljóð og ljósagangur tækjust …
Kötturinn sleginn úr tunnunni
Það var heldur betur fjör í Óðali á Öskudagsgleði síðasta miðvikudag þegar börn fjölmenntu í félagsmiðstöðina sína og slógu köttinn úr tunnunni. Tunnan reyndist innihalda sælgæti en ekki kött þegar hún gaf sig. Stjórn nemendafélags G.B. stýrði leikjum og dansað …
Troðfullt hús á söngvakeppni Óðals.
Síðasta föstudagskvöld var mikil söngvahátíð í Félagsmiðstöðinni Óðali en þá fór fram árleg söngvakeppni unglingana. Fjórtán atriði voru flutt með tilheyrandi sviðsframkomu og dansatriðum.Í ár voru það stöllurnar Hugrún, Martha og Gunnhildur sem stóðu sig best að mati dómnefndar og fara þær áfram í Vesturlandskeppnina sem haldin verður í Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 17. febrúar n.k. í umsjón Félagsmiðstöðvarinnar Óðals. Þarna …
Hallbera Eiríksdóttir Íþróttamaður Borgarbyggðar 2004
Hallbera Eiríksdóttir frjálsíþróttakona var í gær útnefnd Íþróttamaður Borgarbyggðar fyrir árið 2004 við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Alls bárust níu tilnefningar frá félögum og deildum til kjörsins. Knattspyrnumaður ársins: Bjarni H. Kristmarsson. Sundmaður ársins: Siguður Þórarinsson. Körfuknattleiksmaður ársins: Pálmi …