Fólkvangurinn Einkunnir – deiliskipulag

janúar 30, 2007
Þann 8. janúar síðastliðinn var undirritaður samningur við Landlínur ehf. um gerð deiliskipulags fyrir fólkvanginn í Einkunnum rétt við Borgarnes. Markar það upphaf framkvæmda sem miða munu að því að gera svæðið aðgengilegt og enn fjölbreytilegra sem útivistarsvæði. Fólkvangurinn í Einkunnum er ein af perlum Borgarbyggðar. Hann var stofnaður vorið 2006. Frá Einkunnunum sjálfum, klettunum sem rísa sem kennileiti á annars flatlendum Mýrunum, er ægifagurt útsýni. Talið er að orðið ,,einkunn” merki auðkenni. Einkunna er getið fyrst í Egils sögu og því hefur umsjónarnefnd Einkunna lagt á það áherslu að fá 10. vörðuna í vörðuverkefninu þangað. Vörðuverkefninu er ætlað að gera Egilssögu sýnilega.
Frá framkvæmdasviði:
Björg Gunnarsdóttir
Umhverfisfulltrúi
 
 

Share: