Sorpdagatal

janúar 25, 2007
Frá framkvæmdasviði:
Sorpdagatal fyrir losun á almennu sorpi í þéttbýli hefur verið sett hér inn á heimasíðuna undir umhverfismál. Sorpdagatal vegna almenns sorps í dreifbýli er í vinnslu hjá Gámaþjónustu Vesturlands og mun það verða sett inn á netið um leið og það berst.
Á Hvanneyri er matarúrgangi safnað sérstaklega og er hann nýttur til jarðgerðar. Hvanneyringar eru hvattir til að nýta sér þá þjónustu og henda ekki matarúrgangi í almennt sorp. Matarúrgangurinn er sóttur heim að hverju húsi annan hvern þriðjudag. Undir umhverfismálum á heimasíðunni má sjá hvaða mánaðardaga það er.
Fyrirhugað er að senda sorpdagatal á hvert heimili í sveitarfélaginu þegar allar upplýsingar um ferðir sorpheimtumanna liggja fyrir.
Björg Gunnarsdóttir
Umhverfisfulltrúi
 

Share: