Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps verður haldinn fimmtudaginn 15. júní 2006 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 Borgarnesi og hefst kl. 16,30.   Dagskrá fundarins verður: 1. Skýrsla yfirkjörstjórnar um úrslit sveitarstjórnarkosninga 27. maí 2006. 2. Kosning forseta sveitarstjórnar. 3. Kosning 1. og 2. varaforseta sveitarstjórnar. 4. Kosning tveggja skrifara sveitarstjórnar og tveggja til vara. …

Lausar stöður við leikskólann Klettaborg

  Leikskólakennara vantar til afleysinga í eitt ár við leikskólann Klettaborg í Borgarnesi.   Um er að ræða tvær og hálfa stöðu. Daglegur vinnutími er: kl. 9-17 kl. 8.15 – 16.45 (30 mín. matarhlé) kl. 12.45-17.15   Leikskólinn Klettaborg er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 2-6 ára, og er rekinn á tveimur stöðum í Borgarnesi.   Nauðsynlegt er …

Úrslit sveitarstjórnakosninganna

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps voru þessi.   Á kjörskrá voru 2.500 manns og atkvæði greiddu 1925 sem er 77% kjörsókn.   Atkvæði féllu þannig: B- listi Framsóknarflokks fékk 599 atkvæði og 3 menn kjörna. D- listi Sjálfstæðisflokks fékk 675 atkvæði og 3 menn kjörna. L-listi Borgarlista fékk511 atkvæði og 3 menn kjörna.   Auðir …

Afhending grænfánans til Grunnskólans í Borgarnesi og friðlýsing Einkunna

Það var margt um manninn við Grunnskólann í Borgarnesi s.l. föstudag. Við hátíðlega athöfn afhenti Sigríður Anna Þórðardóttir ráðherra skólanum grænfánann, en grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem nýtur virðingar víða um Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Það er ljóst að umhverfisnefnd skólans sem hafði veg og vanda að undirbúningi umsóknarinnar um fánann hefur unnið frábært …

Kynningarfundur um Hjallastefnuna

  Kynningarfundur um Hjallastefnuna verður haldinn í leikskólanum Hraunborg á Bifröst laugardaginn 20. maí klukkan 12:00.   Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar kemur í heimsókn og kynnir Hjallastefnuna.   Allir velkomnir.  

Grænfáninn

Í þessari viku eru umhverfisdagar í Grunnskólanum í Borgarnesi. Þessir dagar eru tileinkaðir Grænfánaverkefninu sem skólinn hefur tekið þátt í síðan 2001. Þemu skólans innan Grænfánaverkefnisins eru Átthagar, rusl og orka. Viðfangsefni nemenda þessa viku tengjast þemunum á einn eða annan hátt. Föstudaginn 19. maí mun umhverfisráðherra afhenda skólanum Grænfánann við hátíðlega athöfn sem hefst kl 10 við skólann. Við …

Afleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi

Umsóknarfrestur vegna afleysingastarfa ( tvö konustörf ) við Íþróttamiðstöðina Borgarnesi er framlengdur til 18. maí n.k. Afleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi frá 29. maí til 31. ágúst 2006 Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl. Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka …

Kosningafundur á RÁS 1 á sunnudag

Sunnudaginn 14. maí verður kosningafundur í beinni útsendingu úr Borgarfirði á RÁS 1 kl. 14.00 – 15.00. Oddvitar framboðslistanna þriggja sem bjóða fram í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps sitja fyrir svörum. Frambjóðendur verða spurðir spjörunum úr um málefni sveitarfélagsins, stefnu flokkanna fyrir komandi kjörtímabil, álitamál og ágreiningsefni. Búast má við fjörugum umræðum þar sem margt er …

Nýtt ráðhús tekið í notkun

Laugardaginn 6. maí var nýtt Ráðhús Borgarbyggðar tekið í notkun. Húsið að Borgarbraut 14, sem áður hýsti starfsemi Spairsjóðs Mýrasýslu hefur nú tekið talsverðum breytingum til að þjóna sem best nýju hlutverki. Við opnunina afhentu börn Hallldórs E Sigurðssonar og Margrétar Gísladóttur sveitarfélaginu málverk af Halldóri en hann var fyrsti sveitarstjórinn í Borgarnesi. Var málverkinu valinn staður í mótttöku Ráðhússins. …

Ráðhús Borgarbyggðar

Laugardaginn 6. maí n.k. kl. 15.00 verður nýtt Ráðhús Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 vígt. Af því tilefni er íbúum boðið að koma og skoða húsið og þiggja veitingar. Í tengslum við opnun hússins munu börn Halldórs E. Sigurðssonar afhenda sveitarfélaginu gjöf til minningar um föður sinn, en Halldór var fyrsti sveitarstjórinn í Borgarnesi og á síðastliðnu ári voru liðin 50 …