Sumardagurinn fyrsti á afmælisári

apríl 19, 2007
Á sólbjörtum degi
sumars hef ég
litið þig fegurst
í lífrænu skarti
laufgaðra trjáa,
litsterkra blóma
sæ og land
vafið sólarljóma.
Bestu óskir
bera vil ég
Borgarnesi
í aldar hófi.
Byggðin blómgist
og bætist hagur.
Ráði hér ríkjum
reisn og friður.
Æskufólk þitt
mun áfram starfa,
efla þinn hag
og staðinn prýða
berandi kærleik
til byggðarlagsins,
Borgarnes elska
til efsta dags.
Úr kvæðinu Borgarnes 100 ára eftir Brynhildi Eyjólfsdóttur frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð.
 
Ljósmynd: Ragnheiður Stefánsdóttir
 
Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar óska íbúum öllum gleðilegs sumars.

Share: