Opið hús í Klettaborg á morgun

apríl 17, 2007
Miðvikudaginn 18. apríl kl. 15.00-16.30er opið hús í leikskólanum Klettaborg, (að Borgarbraut 101 og í Mávakletti 14 í Borgarnesi). Börnin bjóða foreldrum sínum og öðrum áhugasömum að skoða leikskólann.
Boðið verður upp á kaffi og kökur sem börnin hafa bakað. Til sýnis verða verk barnanna og myndbandsupptaka frá danskennslunni.
 

Share: