Safnahús Borgarfjarðar er við Bjarnarbraut í Borgarnesi og er opið alla daga frá kl. 13.00. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum er það opið til 18.00, en á þriðjudögum og fimmtudögum er opið lengur: til 20.00. Safnahúsið er að stærstum hluta í eigu Borgarbyggðar en einnig eiga nágrannasveitarfélög aðild. Í húsinu er gott bókasafn með 30.000 bókatitlum, auk merks bókasafns Páls …
Blóðbankabíllinn í Borgarnesi 25 október
Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi í dag miðvikudaginn 25. október frá kl. 10:00-17:00. Bíllinn verður við Hyrnuna. Allir sem eru heilsuhraustir á aldrinum 18-60 ára ( virkir blóðgjafar 65 ára) eru velkomnir. Framvísa þarf persónuskilríki með mynd í hvert skipti sem komið er í blóðgjöf.
Leikskólakennara vantar
Leikskólakennara vantar í 100 % starf við leikskólann við Skallagrímsgötu í Borgarnesi frá og með 1. desember n.k. Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari til starfa er ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
Fundur Skipulags- og bygginganefndar 31. október
Minnt er á að fundur Skipulags- og bygginganefndar er á þriðjudaginn í næstu viku. Erindi sem leggja á fyrir nefndina á fundi hennar þá verða að hafa borist á skrifstofu sveitarfélagsins í síðasta lagi síðdegis fimmtudaginn 26. október. Reglulegir fundartímar Skipulags- og bygginganefndar Borgarbyggðar eru annan og síðasta þriðjudag hvers mánaðar.
Körfubolti: 87-84 í Borgarnesi í gærkvöldi
Njarðvíkingar sigruðu Borgnesinga naumlega í spennandi leik sem spilaður var í Borgarnesi í gærkvöldi. Skallagrímur átti frábæran fyrri hálfleik en í seinni hálfleik komust Njarðvíkingar inn í leikinn sem varð æsispennandi í lokin og lauk með stöðunni 87-84. Fyrstu tveir leikir mótsins gefa vonir um að framundan sé gott tímabil hjá leikmönnum og stuðningsliði sem fjölmennti í stúkuna og skemmti …
Meðgöngusund
Mánudaginn 23. október hefst meðgöngusund í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Um er að ræða styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á meðgöngu. Sundið verður í innisundlauginni og hefst kl. 20.15 á mánudagskvöld, en verður svo einnig á fimmtudögum kl. 16.15 á sama stað. Leiðbeinandi er Helga Ágústsdóttir sjúkraþjálfari.
Íslandsmeistari og stúlknameistari
Borgfirðingar sópa að sér stórum titlum í huglægum íþróttum þessa dagana. Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót kvenna í tvímenningi í Brids þar sem Borgnesingurinn Dóra Axelsdóttir sigraði ásamt Esther Jakobsdóttur. Þær tóku forystuna í seinni hluta mótsins og sigruðu með miklum yfirburðum. Á Skákþingi Íslands 15 ára og yngri helgina 7/8. október varð Tinna Kristín Finnbogadóttir frá Hítardal efst stúlkna …
Fundartímar Skipulags- og bygginganefndar
Ákveðið hefur verið að reglulegir fundartímar Skipulags- og bygginganefndar Borgarbyggðar verði annan og síðasta þriðjudag hvers mánaðar. Erindi sem leggja á fyrir nefndina á fundi hennar á þriðjudegi verða að hafa borist á skrifstofu sveitarfélagsins í síðasta lagi síðdegis á fimmtudeginum þar áður.
Menntaskóli Borgarfjarðar – kynningarfundir
Boðað er til kynningarfunda um stöðu undirbúningsvinnu fyrir Menntaskóla Borgarfjarðar. Fundirnir verða á Hótel Borgarnesi miðvikudaginn 18. október kl. 20,oo og í Snorrastofu Reykholti fimmtudaginn 19. október kl. 20,3o. Dagskrá fundanna verður: Eignarhald og formgerð skólans -Torfi Jóhannesson formaður stjórnar Innra starf skólans – Bernhard Þór Bernhardsson formaður skólanefndar Staða byggingaframkvæmda – Helga Halldórsdóttir formaður bygginga- …
Útsýnispallur við Varmaland
Undanfarnar vikur hefur 5., 6. og 7. bekkur Varmalandsskóla verið að vinna að því að búa til útsýnispall uppi á hamrinum fyrir ofan Varmaland, en þar er gott útsýni yfir fjallahringinn. Erindi skólans um þetta var lagt fyrir umhverfisnefnd sveitarfélagsins og var tekið jákvætt í það á fundi hennar í morgun. Nemendurnir hafa tínt grjót af hamrinum til þess að …