Skipulagsauglýsing – 2007-25-05

maí 25, 2007
Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar í landi Valbjarnavalla. Um er að ræða að frístundabyggð er stækkuð frá því sem nú er, jafnframt því sem nýir skipulags-og byggingarskilmálar eru settir fyrir svæðið í heild.
 
Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 26.05.2007 til 23.06.2006. Frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 9.07.2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni.

Share: