Árleg ,,bæjarstjórnarreið”

maí 21, 2007
Síðastliðið laugardagskvöld bauð Hestamannafélagið Skuggi sveitarstjórnarmönnum og starfsmönnum á skrifstofu Borgarbyggðar í árlega ,,bæjarstjórnarreið”. Löng hefð er fyrir þessari reið en því miður var mæting boðsgesta með lakasta móti að þessu sinni. Félagar úr Skugga fjölmenntu aftur á móti. Riðið var frá Skuggahverfinu upp í skógarlundinn í Einkunnum. Eftir útreiðatúrinn var boðið upp á súpu í Félagsheimilinu og stiginn dans. Samkomunni lauk á miðnætti.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Meðfylgjandi myndir tók Helgi Helgason.

Share: