Leikritið Ása í ástandinu verður frumsýnt í Þinghamri í Stafholtstungum í kvöld. Leikritið er eftir Andreu Davíðsdóttur frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð og er sett upp í tilefni af 30 ára afmæli leikdeildar Ungmennafélags Stafholtstungna. Svo skemmtilega vill til að það er alnafna Andreu og barnabarn sem fer með aðalhlutverkið, Andrea Davíðsdóttir á Hvassafelli. Með önnur hlutverk fara Þorbjörn Oddsson Háafelli, …
Sumar- og afleysingarstörf
Laus eru til umsóknar sumar- og afleysingastörf hjá Borgarbyggð sumarið 2007. Annars vegar er um að ræða sumarafleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi, Íþróttamiðstöðinni Varmalandi og Íþróttamiðstöðinni Kleppjárnsreykjum. Hins vegar er auglýst eftir flokksstjórum við vinnuskóla Borgarbyggðar. 1. Sumarafleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi, Íþróttamiðstöðinni Varmalandi og Íþróttamiðstöðinni Kleppjárnsreykjum Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í …
Íþróttamiðstöðvar – opið um páska
Kjörið er að bregða sér í busl – bað og bringusund í sundlaugum sveitarfélagsins um páskana. Hér á eftir fara upplýsingar um opnunartíma íþróttamiðstöðvanna í Borgarnesi, á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi, en á þessum stöðum verður opið alla páskana: Íþróttamiðstöðin Borgarnesi: Fimmtudaginn 5. apríl ( Skírdag ) frá kl. 09.00 – 18.00 Föstudaginn 6. apríl ( Föstud. langi) frá …
Nýjar skipulagstillögur settar á vefinn
Auglýst hefur verið breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017 og nýtt deiliskipulag af svæði við Hrafnaklett í Borgarnesi. Báðar þessar tillögur liggja frammi til skoðunar á skrifstofum Borgarbyggðar til 8. maí og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 22. maí 2007. Tillögurnar hafa einnig verið settar hér á heimasíðuna undir starfsemi/skipulagsmál. Á sama stað á síðunni er að finna …
Bjargsland II – breyting á deiliskipulagi
Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Bjargslandi 2 svæði 1, Borgarnesi. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda deiliskipulagsbreytingu sem felst í því að lóðum er fækkað, þær stækkaðar og notkun breytt. Deiliskipulagsbreytingin verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 28.03.2007 til 25.04.2007 en einnig má sjá …
Verðlækkun í mötuneytum
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að lækka gjaldskrár mötuneyta í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins um 5% frá og með 1. mars sl. Þetta er gert með tilliti til lækkunar virðisaukaskatts á matvæli. Sjá má nýja gjaldskrá fyrir leikskóla sveitarfélagsins með því að smella hér.
Staða skipulagsmála
Á vefnum er að finna upplýsingar um stöðu skipulagsmála og er það skjal uppfært reglulega. Sjá má nýjustu útgáfuna með því að smella hér. Ennfremur er að finna pdf skjöl af ýmsum skiplagsuppdráttum hér á síðunni undir starfsemi/skipulagsmál
„Wake me up“ í Óðali
27. mars 2007 09:57 Árshátíð Nemendafélags G.B. Árshátíð Nemendafélags Grunnskóla Borgarness er nú komin á fjalirnar á stóra sviðinu í Óðali. Að þessu sinni er það rokksöngleikurinn „Wake me up“ sem Hallgrímur Helgason þýddi og samdi handrit við. Tónlistina útsetti Jón Ólafsson. Hvetjum alla til að koma og eiga góða stund með unglingum í Óðali en aðeins sex sýningar á …
Velheppnuð afmælishátíð
Síðastliðinn fimmtudag, 22. mars, voru 140 ár liðin frá því að Borgarnes öðlaðist konunglega löggildingu sem verslunarstaður. Í því tilefni buðu Borgarbyggð og verslunarrekendur í Borgarnesi sameiginlega til afmælisfagnaðar í Landnámssetrinu. Margt var til skemmtunar, bæði í tali og tónum. Hátíðarhöldin lukkuðust mjög vel og lagði fjölmenni leið sína í Landnámssetrið þrátt fyrir aftaka veður. Ánægjulegt var hversu mikla og …
Lokun Skúlagötu tímabundið
Mánudaginn 26. mars næstkomandi verður Skúlagötu lokað tímabundið vegna vinnu veitufyrirtækja við lagnir og strengi í götunni. Lokunin verður ca. frá kl. 10:00 og fram eftir degi. Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin veldur.