Vistvernd í verki – Vistvænt sveitarfélag

október 1, 2007
Kynningarfundur á umhverfisverkefninu „Vistvernd í verki” var haldinn í ráðhúsi Borgarbyggðar fimmtudagskvöldið 27. september síðastliðinn. Á fundinn mættu fulltrúar þeirra fjölskyldna, sem skráð hafa sig í visthóp, auk fulltrúa úr umhverfisnefnd sveitarfélagsins. Rannveig Thoroddsen verkefnisstjóri frá Landvernd sá um kynninguna.
Mikill áhugi er fyrir verkefninu meðal íbúa Borgarbyggðar og hafa nú tuttugu og tvær fjölskyldur skráð sig til þátttöku. Starfandi visthópar verða því þrír nú á haustmánuðum.
Leiðbeinendur eru Ingibjörg Daníelsdóttir á Fróðastöðum í Hvítársíðu og Björk Harðardóttir, formaður umhverfisnefndar Borgarbyggðar. Staðbundinn stjórnandi er Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og kynningarfulltrúi Borgarbyggðar.
 
Mynd: Björg Gunnarsdóttir

Share: