Borgarbyggð eignast hlut í Lánasjóði sveitarfélaga

Nýverið var stofnað hlutafélag um rekstur og eignir Lánasjóðs sveitarfélaga sem rekinn hefur verið undanfarin ár sem sjálfstæð stofnun. Hlutafélagið var stofnað með hlutafé að fjárhæð 5 milljarðar króna, sem skiptast á milli sveitarfélaga eftir stærð þeirra og viðskiptum við sjóðinn undanfarin ár. Nafnverð hlutafjár Borgarbyggðar er 89 milljónir sem er 1,781% eignarhlutdeild. Eignarhlutdeild í endurgreiðslu er 53,4 milljónir sem …

Brúðuleikhús í Landnámssetri í kvöld

Í kvöld verður franski Turak brúðuleikhúshópurinn með sýningu á sögulofti Landnámsseturs. Sýningin er hluti af frönsku menningarhátíðinni Franskt vor á Íslandi og er fengin hingað í af Safnahúsi Borgarfjarðar og Landnámsetur leggur til aðstöðuna. Hér er sannarlega um óvenjulega listræna uppákomu að ræða sem fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara. Sýningin er jafnt fyrir fullorðna og börn. …

Hollvinasamtökin fá góða gjöf

Englendingavík -ljósm: RSKaupfélag Borgfirðinga og starfsmannafélag þess færðu Hollvinasamtökum Englendingavíkur góða gjöf í dag við hátíðlega athöfn vegna enduropnunar sýningarinnar um Pourquoi-pas? í Tjernihúsi. Um var að ræða 1.000.000 krónur og það var Þorvaldur T. Jónsson stjórnarformaður KB sem afhenti styrkinn til Finnboga Rögnvaldssonar sem tók við fénu fyrir hönd Hollvinasamtakanna. Ljósmynd með frétt: Úr Englendingavík – ljósmynd Ragnheiður Stefánsdóttir.

Franskt vor í Borgarnesi

Dagana 20.-23. apríl verður dagskrá á vegum Safnahúss Borgarfjarðar og Landnámsseturs Íslands í tengslum við menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi.   Sýningin um Pourquoi Pas? – strandið verður opin og Turak brúðuleikhúshópurinn kemur fram. Sýningin Pourquoi Pas? – strandið sem er í Tjernihúsi í Englendingavík verður opin í dag, föstudag kl. 18.00-21.00 og á laugardag og sunnudag …

Kynningarfundur um Brákarey

Borgarbyggð boðar til almenns kynningarfundar um skipulagshugmyndir Brákareyjar í Borgarnesi. Fundurinn verður haldinn á morgun, laugardaginn 21. apríl n.k. á Hótel Hamri og hefst kl. 09:30. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta, en hér er um að ræða einstakt tækifæri til að hafa áhrif á þróun byggðar í eyjunni. Fjórar arkitekta- og teiknistofur munu kynna …

Gatnagerð á Varmalandi

Borgarbyggð, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, Mílu ehf og Rarik, óskar eftir tilboðum í verkið: Varmaland Stafholtstungum, gatnagerð og lagnir Verkið er fólgið í lagnavinnu og gatnagerð. Fyrir Borgarbyggð skal leggja götur, vatnslagnir og hitaveitu. Fyrir Orkuveitu Reykjavíkur skal leggja frárennslislagnir. Fyrir Mílu ehf skal leggja símalagnir. Fyrir Rarik skal sjá um jarðvinnu í sameiginlegum lagnaskurðum. Helstu magntölur eru: Gröftur 4.000 m³ …

Sumardagurinn fyrsti á afmælisári

Á sólbjörtum degi sumars hef ég litið þig fegurst í lífrænu skarti laufgaðra trjáa, litsterkra blóma sæ og land vafið sólarljóma. Bestu óskir bera vil ég Borgarnesi í aldar hófi. Byggðin blómgist og bætist hagur. Ráði hér ríkjum reisn og friður. Æskufólk þitt mun áfram starfa, efla þinn hag og staðinn prýða berandi kærleik til byggðarlagsins, Borgarnes elska til efsta …

Til bifreiðaeigenda

Borgarbyggð hefur gert samning við Vöku ehf, vegna bílahreinsana, aksturs, geymslu, förgunar og uppboða á bílum sem lagt er númerslausum innan marka sveitarfélagsins. Á næstunni mun hefjast vinna við þessa hreinsun þar sem númerslausar bifreiðar á lóðum og löndum sveitarfélagsins verða fjarlægðar. Hreinsunarvinnan mun vara næstu árin meðan samningurinn við Vöku er í gildi. Í hreinsunarvinnunni felst að skrifleg áminning …

Tónlistar- og dansdagur í Laugargerðisskóla

Á morgun, miðvikudaginn 18. apríl, verður Tónlistar- og dansdagur í Laugargerðisskóla. Strax eftir hádegi verður byrjað í íþróttahúsinu þar sem Ásrún Kristjánsdóttir danskennari verður með danssýningu hjá öllum nemendum. Síðan verður haldið í skólann sjálfan og Steinunn Pálsdóttir tónlistarkennari verður þar með tónlistardag þar sem allir þeir nemendur (næstum allir) sem eru í tónlist koma fram. Að lokinni dagskrá verður …

Opið hús í Klettaborg á morgun

Miðvikudaginn 18. apríl kl. 15.00-16.30er opið hús í leikskólanum Klettaborg, (að Borgarbraut 101 og í Mávakletti 14 í Borgarnesi). Börnin bjóða foreldrum sínum og öðrum áhugasömum að skoða leikskólann. Boðið verður upp á kaffi og kökur sem börnin hafa bakað. Til sýnis verða verk barnanna og myndbandsupptaka frá danskennslunni.