Norræni skjaladagurinn

nóvember 7, 2007
Norræni skjaladagurinn verður næstkomandi laugardag, þann 10. nóvember.
Af þessu tilefni verður opið í Safnahúsi frá 14.00 -17.00, þar verður uppi sýning á skjölum og myndum tengdum persónuheimildum.
Hér má sjá ,,Tíundartöflu í Álftarneshreppi haustið 1876″. En hún er eitt þeirra skjala sem verða til sýnis í Safnahúsinu á norræna skjaladeginum.
Á heimasíðu norræna skjaladagins má m.a. sjá m.a. lista yfir þau persónulegu skjalasöfn sem varðveitt eru í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar.
Héraðskjalavörður í Safnahúsi er Jóhanna Skúladóttir og tekur hún á móti fólki í Safnahúsi á laugardaginn.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur.
 

Share: