Íþróttamiðstöðin á Kleppjárnsreykjum

nóvember 7, 2007
Mjög erfiðlega hefur gengið að manna gæslu á almennum opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Kleppjárnsreykjum. Því hefur verið ákveðið að breyta áður auglýstum opnunartíma hennar.
Íþróttamiðstöðin verður því opin í nóvember á mánudögum til fimmtudaga frá kl. 8.45 til 15.45 og á föstudögum frá 8.45 – 15.00. Opið verður tvö kvöld í viku þ.e. á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 18.00 – 22.00.
 
Á myndinni má sjá sundlaugina við íþróttamiðstöðina á Kleppjárnsreykjum.
 

Share: