Sláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

Eins og fram kemur í nýjasta Fréttabréfi Borgarbyggðar geta eldri borgarar og öryrkjar í Borgarbyggð fengið garða sína slegna allt að þrisvar sinnum í sumar. Tekið er við beiðnum um júníslátt 15. júní og slætti verður lokið eigi síðar en 25. júní. Fyrir júlíslátt er tekið við beiðnum til 6. júlí (slætti lýkur 16. júlí) og vegna ágústsláttar er tekið …

Bókakoffort handa leikskólabörnum

Í marsmánuði síðastliðnum hleypti Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, í góðri samvinnu við Leikskólann Klettaborg, af stað tilraunaverkefninu ,,Bókakoffort handa leikskólabörnum”. Markmið verkefnisins er að auka aðgengi barna á leikskólaaldri og foreldra þeirra að bókum og hvetja foreldra til að lesa fyrir börn sín. Í leiðinni er minnt á bókasafnið og hlutverk þess.   Hugmyndin er sótt til Borgarbókasafns Reykjavíkur en einnig hefur …

Þjónustukönnun – tökum þátt!

Á næstu dögum munu 2.000 íbúar Borgarbyggðar á aldrinum 18-80 ára fá símtal frá Capacent Gallup þar sem þeim verður boðið að taka þátt í að meta þjónustu sveitarfélagsins. Þeir sem samþykkja það, fá í kjölfarið sendan til sín spurningalista sem þeir eru beðnir um að svara. Tilgangurinn með þjónustukönnuninni er að fá fram mat íbúa á sveitarfélaginu og þjónustu …

Lóðakynning. Skólaflöt á Hvanneyri

Fimmtudaginn 7. júní kl. 18.00 verður fundur um nýjar lóðir við Skólaflöt á Hvanneyri. Fundurinn verður í Bútæknihúsinu á Hvanneyri. Dagskrá: Kynning á lóðum í Skólaflöt, nýju hverfi sunnan Hvanneyrarbrautar. Fyrirkomulag á lóðarúthlutun Staða gatnaframkvæmdar og áætluð lok. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.  

Sumar 2007

Sumarstarfsbæklingur barna og unglinga í Borgarbyggð kom út fyrir viku síðan og verður vinnuskólinn settur í Óðali mánudaginn 4. júní n.k. og þá fer einnig leikjanámskeið af stað við Skallagrímsvöll Borgarnesi. Hér getur þú nálgast hann á tölvutæku formi. ( Líka á heimasíðunni undir Starfsemi – Íþrótta- og æskulýðsmál ) Foreldrar hvetjið börn og unglinga til að taka þátt í …

Borgfirðingahátíð – dagskrá

Senn líður að Borgfirðingahátíð, sem nú er haldin í áttunda skipti. Líkt og í fyrra er það UMSB (Ungmennasamband Borgarfjarðar) sem hefur veg og vanda að undirbúningi hátíðarinnar. Það eru Borgarbyggð og Skorradalshreppur sem standa í sameiningu að hátíðinni, sem stendur yfir dagana 8.-10. júní með upptakti á fimmtudagskvöldinu 7. júní. Dagskrá hátíðarinnar er að finna hér.  

Rekstur Reykholts á fyrri tíð

Þriðjudagskvöldið 5. júní klukkan 20:30 mun Benedikt Eyþórsson sagnfræðingur flytja fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu sem ber titilinn Guðsorð og gegningar. Af búskaparháttum og annarri umsýslu staðarhaldara í Reykholti á fyrri tíð. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni Fyrirlestrar í héraði, sem styrkt er af Menningarsjóði Borgarbyggðar.   Benedikt lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og MA-námi í sömu …

Lausar stöður hjá Borgarbyggð

Fræðslusvið Borgarbyggðar hefur auglýst þrjár lausar stöður hjá sveitarfélaginu. Stöðurnar eru skólastjóri Varmalandsskóla, þroskaþjálfa, smíðakennara og almennan kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar, deildarstjóri skólaskjólsí Borgarnesi og umsjónamaður á gæsluvelli í Borgarnesi. Með því að „klikka“ á störfin opnast auglýsingar um þau. Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri veitir nánari upplýsingar. Myndina tók Þorgerður Gunnarsdóttir af ungum dömum á Bifröst sem voru að koma úr …

Skipulagsauglýsing – 2007-25-05

Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar í landi Valbjarnavalla. Um er að ræða að frístundabyggð er stækkuð frá því sem nú er, jafnframt því sem nýir skipulags-og byggingarskilmálar eru settir fyrir svæðið í heild.   Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 26.05.2007 …

Útihátíð hjá yngstu bekkjum Grunnskóla Borgarness

Nemendur úr 1.-3. bekk Grunnskóla Borgarness buðu upp á skemmtidagskrá í Skallagrímsgarði í hádeginu í dag. Hver bekkur var með skemmtiatriði sem fól í sér leik, söng og fróðleik. Fjölmenni var í garðinum í blíðskapar veðri og þótti þetta framtak krakkanna og skólans mjög gott. Meðfylgjandi myndir tók Guðrún Hulda Pálmadóttir. Með því að „klikka“ á myndina er hægt að …