Skipulagsauglýsing – Svartagil í Borgarbyggð

nóvember 26, 2007

Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Svartagils í Borgarbyggð.

Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagbreytingu:
Tillaga skipulagsins nær til 94 ha. svæðis og tekur til 79 frístundalóða, einni íbúðarlóð á bæjarstæði Svartagils og einni lóð undir athafnasvæði. Svæði undir útivistar-, leiksvæði og götur er alls 50 ha eða 53% af heildarstærð skipulagassvæðis.
Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 26. nóvember til 24. desember og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 7. janúar 2008.
Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og bygginganefndar í Ráðhús Borgarbyggðar Borgarbraut 14 311 Borgarnes.
Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast henni samþykkir.
 
 

Share: