Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa – Aukin þjónusta við íbúa

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að einn dag í mánuði verði sveitarstjórnarfulltrúar með sérstaka viðtalstíma þar sem íbúum gefst kostur á að koma og ræða málefni sem snerta sveitarfélagið. Fyrsti viðtalstíminn verður miðvikudaginn 19. september og verða sveitarstjórnarfulltrúarnir Björn Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Björk Jónsdóttir og Jenný Lind Egilsdóttir til viðtals fyrir íbúa Borgarbyggðar á milli kl. 17:oo og 19:oo í Ráðhúsinu …

Lóðaúthlutun í Borgarbyggð.

Frestur til að sækja um lóðir í Bjargslandi II og Flatahverfi á Hvanneyri rann út þann 7. september. Af fjölda umsókna má álykta að þörf á nýjum byggingalóðum hafi verið orðin töluverð. Sótt var um allar þær lóðir sem auglýstar voru. Umsóknir voru bæði frá einstaklingum og frá aðilum í byggingariðnaðinum. Í þeim tilvikum sem fleiri en einn umsækjandi er …

Skönnun teikninga og miðlægur gagnagrunnur teikninga hjá Borgarbyggð

Síðar á þessu ári mun verða mögulegt að nálgast húsateikningar, burðarvirkisteikningar, lagnateikningar, skipulagsuppdrætti og fleiri gögn á heimasíðu sveitarfélagsins gegnum miðlægan gagnagrunn. Þetta mun bæta þjónustuna við íbúa sveitarfélagsins og mun einnig létta störfin á framkvæmdasviði Borgarbyggðar, en talsvert er um að óskað sé eftir afriti af teikningum, bæði af einstaklingum, verktökum, hönnuðum, fasteignasölum og fleiri aðilum. Það verður vonandi …

Breytt gjaldskrá fyrir nemendur í skólaskjóli

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt nýja gjaldskrá sem gildir fyrir skólaskjól við Grunnskólann í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri frá og með þessu skólaári. Helstu breytingar felast í því að sérstaklega verður innheimt fyrir síðdegishressingu, en fram til þessa hefur hún verið innifalin í dvalargjaldi. Dvalargjald lækkar þess í stað örlítið. Breyting gjaldskrárinnar er liður í breytingum á rekstri skjólsins …

Íþróttastarf á vegum Borgarbyggðar veturinn 2007-2008

Tómstundanefnd Borgarbyggðar hefur sent frá sér fréttabréf sem dreift hefur verið inn á öll heimili í sveitarfélaginu. Þar er sagt frá því fjölbreytta úrvali námskeiða, fyrir almenning, sem boðið er upp á í íþróttamiðstöðvunum í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum. . Sjá fréttabréfið hér. Einnig er þar sagt frá starfi félagsmiðstöðva sveitarfélagsins.   Sjá einnig eftirfarandi heimasíður. www.skallagrimur.org www.skallgrimur.is …

Leikskólakennari óskast á leikskólann Klettaborg í Borgarnesi

Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir leikskólakennara og/eða þroskaþjálfa sem fyrst.   Um er að ræða 50 % stöðu eftir hádegi, vinnutími kl. 13-17. Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli sem leggur megináherslu á samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum. Nánari upplýsingar veitir …

Ný hraðahindrun í Borgarnesi

Um þessar mundir er verið að vinna að gerð nýrrar hraðahindrunar á móts við Tónlistarskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Það er HS verktak sem annast framkvæmdina. Um verður að ræða hellulagða hraðahindrun ásamt miðeyju á milli akreina. Í framhaldinu munu fleiri hraðahindranir verða settar upp í Borgarbyggð. Meðfylgjandi myndir voru teknar fimmtudaginn 6. september síðastliðinn. (Myndir: Jökull Helgason, verkefnastj. framkvæmdasviðs, 2007) …

Leitir framundan og réttardagar í Borgarbyggð

Leitað verður á Fagraskógarfjall í Kolbeinsstaðahreppi laugardaginn 8. september. Fjallkóngur Jónas Jóhannesson á Jörva. Leit á Oddsstaðaafrétti hefst þriðjudaginn 11. sept. en ,,skálaleitarmenn” fara upp degi fyrr. Fjallkóngur er Ólafur Jóhannesson á Hóli. Föstudaginn 14. sept. hefst fyrri heiðarleit á Holtavörðuheiði, Hvítársíðuafrétti og Þverárhlíð. Fjallkóngar eru: Holtavörðuheiði – Kristján Axelsson í Bakkakoti, Þverárhlíð – Einar Örnólfsson á Sigmundarstöðum og Þorbjörn …

Tónlistarskóli Borgarfjarðar fertugur á morgun.

Tónlistarskóli Borgarfjarðar verður 40 ára föstudaginn 7. september. Í tilefni dagsins verður opið hús í skólanum að Borgarbraut 23, Borgarnesi, frá kl. 14-18. Gestum er velkomið að fylgjast með kennslu, ganga um skólahúsnæðið og fá upplýsingar um starfið. Það verður kaffi á könnunni og gestum boðið að taka lagið. Öllum velkomið að líta við! Þetta er fyrsti atburðurinn í vetur …

Skógurinn á Varmalandi

Í sumar skrifaði Skógræktarfélag Íslands undir samstarfssamning við Toyota á Íslandi. Með samningnum skuldbindur Toyota sig til að styrkja rausnarlega umhirðu nokkurra valinna skóga, einn þeirra er skógurinn á Varmalandi. Skógræktarfélag Borgarfjarðar sér um framkvæmdir og nýverið hittu fulltrúar félagsins Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur skólastjóra til að kynna henni verkefnið og leita leiða til að skógræktin nýtist sem best í skólastarfinu. …