Heimsókn franska sendiherrans til Borgarbyggðar

Menningarfulltrúi Borgarbyggðar tók á móti franska sendiherranum Olivier Mauvisseau í morgun, en hann ætlar að verja deginum hér í Borgarbyggð með fylgdarliði sínu. Meginástæða heimsóknarinnar er vinabæjarsamband Borgarness og Bonsecours á norðanverðu Frakklandi og minning skipsáhafna Pourquoi-pas? sem fórst við Mýrar 1936. Fyrirhuguð dagská 09.30 – Ráðhús Borgarbyggðar – móttaka. 09.45 – Stutt PP-kynning á sveitarfélaginu. 10.00 – Fundur sendiherrans …

Syngjandi sæla og gleði í Logalandi

Tónleikar verða í Logalandi 25. maí með þeim félögum Óskari Péturssyni, Erni Árnasyni og Jónasi Þóri. Tónleikarnir munu hefjast kl. 20:00. Miðasala verður við innganginn og verð á miða er 2.000 kr. Sjá hér fréttatilkynningu um viðburðinn.

Ég elska lífið og þarf ekki vímuefni!

6. flokkur Unmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) kom í heimsókn í Borgarnes 2. maí síðastliðinn og keppti í knattspyrnu við 6. flokk Skallagríms á gervigrasvellinum við Grunnskólann í Borgarnesi. Krakkarnir í UDN voru að keppa í fyrsta skipti og var búinn að vera mikill spenningur í margar vikur fyrir heimsóknina hjá báðum liðum. Skallgrímur tók vel á móti mótherjunum og …

Könnun á vímuefnaneyslu unglinga í Borgarbyggð

Í marsmánuði síðastliðnum var gerð könnun á vegum forvarnarfulltrúa Borgarbyggðar meðal nemenda í 8.-10. bekk. Í könnuninni voru nemendur spurðir út í notkun á tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum, einnig voru þeir spurðir um íþrótta-og tómstundaiðkun, samveru fjölskyldunnar og hvernig gengi í skólanum að þeirra mati. Alls svöruðu 204 nemendur af 222 í öllum fjórum skólum Borgarbyggðar könnuninni. Hér má …

Hópferð eldri borgara í Skallagrímsgarð

Eldri borgarar af dvalarheimilinu í Borgarnesi fóru hópferð í Skallgrímsgarð í blíðviðrinu í dag. Gengið var um garðinn og samveru og sólar notið á bekkjum garðsins. Myndir: Björg Gunnarsdóttir

Íbúafundur um framtíðarsýn

Að undanförnu hefur Borgarbyggð ásamt Capacent-ráðgjöf unnið að stefnumótun og framtíðarsýn sveitarfélagsins.   Fimmtudaginn 15. maí verður haldinn almennur íbúafundur þar sem verkefnið verður kynnt og íbúum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir.   Fundurinn verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar og hefst kl. 20,30.   Íbúar eru hvattir til að koma á fundinn og hafa áhrif á …

Ráðning skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar

Fyrir nokkru var auglýst staða skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar. Fimm umsóknir bárust um stöðuna og uppfylltu allir umsækjendur þær hæfniskröfur sem gerðar voru til starfsins.   Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær var samþykkt tillaga fræðslunefndar Borgarbyggðar að bjóða Magnúsi Sæmundssyni starf skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar frá og með 01. júlí n.k.   Magnús hefur þegið boðið og er hann boðinn velkominn …

Sveitarstjórnarfundur 08 maí 2008

28. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 08. maí 2008 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16,30. Þar verður ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2007 tekinn til síðari umræðu auk þess sem fundargerðir byggðarráðs og nefnda verða lagðar fram og afgreiddar.   Fundurinn er öllum opinn.  

Hreinsun rotþróa í Borgarbyggð

Nú um þessar mundir er að hefjast aftur vinna við rotþróarhreinsun í Borgarbyggð en eftir útboð á sl. ári var samið við nýjan verktaka, Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands ehf, um losun rotþróa í sveitarfélaginu og gildir samningurinn til ársins 2012. Samningurinn miðar við að hver rotþró sé tæmd tvisvar á samningstímabilinu og eiga að líða sem næst 3 ár á …