Ingibjörg og María hvetja til aðgerða gegn illgresi

júní 20, 2008
Borgnesingarnir Ingibjörg Hargrave og María Guðmundsdóttir hvetja íbúa þéttbýlisstaða Borgarbyggðar til að eyða illgresi við steinveggi, á götum og gangstéttum við hús sín og lóðir með því að sjóða vatn og hella á það strax að vori og síðan eftir þörfum fram á sumar. Þær segjast hafa gert þetta sjálfar í nokkur ár með góðum árangri. Margir hafa sömu sögu að segja varðandi árangur þessarar aðferðar. Myndirnar tala sínu máli.
Myndir: Björg Gunnarsdóttir

Share: