Gæfuspor í Borgarnesi

júní 20, 2008
Ungmennafélag Íslands stendur fyrir verkefninu ,,Gæfuspor” eins og sagt var frá hér í frétt á heimasíðunni fyrir skömmu. Um 50 manns tóku þátt í göngunni í Borgarnesi 19. júní. Ásdís Helga Bjarnadóttir er verkefnisstjóri Gæfuspors. Hér má nálgast frétt frá henni um þetta skemmtilega verkefni. Þar má meðal annars finna eftirfarandi ljóð eftir Erlu Rögnu Hróbjartsdóttur á Hvanneyri.
Ekki skal ég inni hanga
upp með kjark og þor
út ég fer og ætla að ganga
með öðrum gæfuspor!
Myndir: Indriði Jósafatsson

Share: