Nýtt átaksverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu á landsbyggðinn á vegum Iðnaðarráðuneytisins var kynnt á Vesturlandi í gær, miðvikudaginn 18. júní. Það var Impra og Ferðamálastofa sem stóðu fyrir kynningunni á Hótel Stykkishólmi.
Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Impru. Vinnufundir þar sem verkefnin eru kynnt eru haldnir á sjö stöðum á landsbyggðinni nú í júní. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Kristjánsdóttir í síma 435-4050 eða á tölvupósti sirry@nmi.is.
Ferðaþjónustuaðilar í Borgarbyggð eru hvattir til að afla sér upplýsinga og sækja um.