Sérstök sundkort, sem veita þeim sem eru í atvinnuleit frítt í sund, fást afhent á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands Sæunnargötu 2a. Kort þessi geta þeir fengið sem eru á atvinnuleysisskrá. Gildistími korta er mánuður í senn. Frekari upplýsingar eru hér á auglýsingunni. ATVINNULEITENDUR – JOBSEEKERS – POSZUKIWACZE PRACY
Landnámssetur tilnefnt til Eyrarrósarinnar
Landnámssetur Íslands í Borgarnesi er eitt þriggja verkefna sem valin hafa verið í tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2009. Tilkynnt verður um úrslitin á Bessastöðum þann 10. febrúar næstkomandi. Eyrarrósin er veitt árlega fyrir eitt afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Þrjú verkefni eru valin úr hópi umsækjenda og þau kynnt sérstaklega. Eyrarrósin er hluti samkomulags sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag …
,,Íslensk byggðamál á krossgötum“
Byggðaráðstefna verður haldin í Borgarnesi 20. febrúar næstkomandi í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, iðnaðarráðuneytis, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Byggðastofnunar og landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Íslensk byggðamál á krossgötum“. Tilefni ráðstefnunnar er samþykkt landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurskoðun á byggðastefnu sambandsins og þátttaka landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í „Opnum dögum“ Héraðanefndar …
Helgileikurinn góði til útláns
Óskar Þór Óskarsson kvikmynda- gerðarmaður hefur fært Safnahúsi Borgarfjarðar að gjöf tvö eintök af upptöku sinni og Einars Braga Haukssonar á helgileiknum sem fluttur var á þriðja í jólum s.l. í Borgarnesi. Annað eintakið fer til varðveislu á skjalasafni en hitt eintakið verður til útláns á bókasafninu eins og annað efni á DVD diskum í eigu þess. Þannig geta nú …
Njótið útiveru í logni og snjó
Það er veðursæld í Borgarbyggð þessa dagana og eru allir hvattir til að notfæra sér blíðuna og fara út að hreyfa sig í snjónum. Það er ótrúlega gaman að fara út með börnin og renna eða ganga í stillunni sem er nú dag eftir dag. Einnig er bent á að nú er gott gönguskíðafæri og það er frábært að ganga …
Opinn dagur í Borgarbyggð á vegum atvinnu- og markaðsnefndar
Atvinnu- og markaðsnefnd Borgarbyggðar mun standa fyrir opnum degi föstudaginn 6. febrúar 2009 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þar verða saman komnir ýmsir aðilar sem lagt geta fólki og fyrirtækjum lið með upplýsinga- og ráðgjöf af ýmsu tagi. Eftirfarandi er haft eftir Þór Þorsteinssyni formanni atvinnu- og markaðsnefndar: “Ætlunin með þessum degi er m.a. að fá fólk saman og virkja þá krafta …
Skólafréttir GBF komnar út – 2009-01-29
Sjöunda tölublað Skólafrétta Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri er nú komið út. Margar myndir af ýmis konar uppákomum í skólanum prýða fréttabréfið að þessu sinni. Hér má nálgast sjöunda tölublað Skólafrétta.
Lundarannskóknir í Vestmannaeyjum
Hálfdán Helgi Helgason, meistaranemi í líffræði við Háskóla Íslands, flytur erindi um lundarannsóknir í Vestmannaeyjum fyrir hönd Náttúrustofu Suðurlands, á morgun, fimmtudaginn 29. janúar kl. 12:15 -12:45. Hægt verður að fylgjast með erindinu í gegnum fjarfundarbúnað í Vesturstofu í Ásgarði í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Á vefsíðu Náttúrustofu Vesturlands má nálgast frekari upplýsingar. Sjá hér. Mynd: Sigurjón Einarsson.
Álagning fasteignagjalda 2009
Álagning fasteignagjalda 2009 er í undirbúningi. Frá því í fyrra hefur verið hægt að skuldfæra fasteignagjöldin auk nokkura annara gjalda á kreditkort greiðenda. Hér til vinstri á forsíðu vefsíðu Borgarbyggðar er hnappur merktur Valitor boðgreiðslum. Þar er hægt að fylla út umsókn um skuldfærslu. Einnig má hafa samband við Arndísi Guðmundsdóttur í síma 433-7100 eða gegnum netfangið disa@borgarbyggd.is. Sjá hér …
Tvö Íslandsmet slegin af borgfirskum kraftlyftingarmönnum
Tveir borgfirskir kraftlyftingarmenn kepptu á Íslandsmótinu í bekkpressu á ÍKF mótinu þann 24. janúar 2008 og þar slógu þeir tvö Íslandsmet.Þetta voru þeir Enar Örn Guðnason frá Brautartungu í Lundarreykjadal og Þorvaldur Á Kristbergsson úr Stafholtstungum. Sjá frétt og mynd af köppunum á vefsíðu Skessuhornsins.