Stéttarfélag Vesturlands og sveitarfélagið Borgarbyggð hafa áhuga á að koma á laggirnar einhverskonar „miðstöð“ fyrir þá sem eru í atvinnuleit / atvinnulausir.
Hvernig sú miðstöð ætti að vera, hvað á að fara þar fram o.s.frv. viljum við helst skipuleggja í samráði og samvinnu við þá sem mundu nota miðstöðina því þeir vita best hvað þá langar að hafa fyrir stafni. – Við höfum aðstöðu, en vantar ykkar hugmyndir.
Við lýsum hér með eftir fólki sem er tilbúið til skrafs og ráðagerða.
Hafið samband við Hjördísi eða Indriða í Ráðhúsinu
s: 433-7100 eða Signýju hjá Stéttarfélaginu s: 430-0432
eða sendið netpóst: