Nýr leikskóli á Hvanneyri

Valdís leikskólastjóri með starfsfólki Borgarbyggðar við nýja skólann_mynd HHí dag flytja krakkarnir á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri í nýtt og glæsilegt húsnæði. Börnin mættu í gamla Andabæ í morgun en verða sótt í lok dags í nýja Andabæ. Fyrir hádegi ganga börn og starfsfólk í skrúðgöngu yfir í nýja leikskólann sinn. Eftir hádegi, nánar tiltekið kl. 14.00 mun forseti Íslands …

Fræðslufundur um efnahagsmál og framtíðarhorfur

  BorgarneskirkjaBorgarfjarðarprófastsdæmi og Stéttarfélag Vesturlands efna til fræðslufundar um efnahagsmál og horfur á Íslandi. Framsögumenn eru Vilhjálmur Bjarnason formaður félags fjárfesta og Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur. Fundarstjórar verða Signý Jóhannesdóttir og Þorbjörn Hlynur Árnason. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Borgarneskirkju miðvikudaginn 26. febrúar og hefst kl. 20.00(tilkynning)  

Trúnó – tónleikar á Bifröst

S.l. haust kom út geisladiskurinn TRÚNÓ og hefur að geyma tólf lög Tómasar R. Einarssonar í flutningi söngvaranna Ragnheiðar Gröndal og Mugisons. Þau fjalla um ást og einsemd, timburmenn og tilvist guðs. Skáldin sem leggja Tómasi lið eru Ingibjörg Haraldsdóttir (Nú eru aðrir tímar, Sumarkvöld við Hvalfjörð), Vilborg Dagbjartsdóttir (Þú), Kristín Svava Tómasdóttir (Klof vega menn, Náungar mínir), Sveinbjörn I. …

Tilkynning til íbúa og bíleigenda við Kjartansgötu

  Vegna framkvæmda við fráveitulagnir í Borgarbraut hefur umferð verið beint um hjáleið um Kjartansgötu. Ákveðið hefur verið að banna lagningu bifreiða beggja vegna Kjartansgötu á meðan á þessum framkvæmdum stendur við Borgarbraut. Eru íbúar vinsamlegast beðnir að leggja bílum sínum annars staðar þar til opnað verður fyrir umferð aftur um Borgarbraut. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi …

Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2008 útnefndur

Að afloknum sigurleik Skallagríms á Tindastóli í körfunni í gærkvöldi var Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2008 útnefndur. Það var Bjarki Pétursson, golfari sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Björn Bjarki Þorsteinsson formaður tómstundanefndar afhenti íþróttafólkinu viðurkenningar en tómstundanefnd hefur veg og vanda að kjörinu. Þá fékk Bjarki Pétursson auk þess viðurkenningu og styrk úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar en þetta mun …

Breytingar hjá Grunnskóla Borgarfjarðar

Við KleppjárnsreykjaskólaSíðastliðinn þriðjudag tók í gildi nýtt skipulag á stjórn og kennslu í Grunnskóla Borgarfjarðar. Breytingar eru þær helstar að Aldís Eiríksdóttir hættir sem aðstoðarskólastjóri að eigin ósk. Hún mun hefja störf sem kennari á Hvanneyri frá og með næsta mánudegi. Guðjón Guðmundsson íþróttakennari mun taka við stöðu aðstoðarskólastjóra og sinnir því starfi fyrst um sinn. Flemming Jessen verður deildarstjóri …

Forsetahjónin í Borgarnesi

Forsetinn spjallar við nemendur MB_mynd ÞÁForsetahjónin, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff, voru í óopinberri heimsókn í Borgarnesi í gær. Þau heimsóttu meðal annars Landnámssetrið, Menntaskóla Borgarfjarðar, Ráðhús Borgarbyggðar og Dvalarheimili aldraðra.Forsetahjónin gáfu sér góðan tíma til að spjalla við fólk og kynna sér daglegt líf og störf Borgfirðinga.  

Safnahús Borgarfjarðar – sumarstarf 2009

Safnahús Borgarfjarðar_ mynd GJ Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Um er að ræða störf á bókasafni og við sýningarvörslu, þrif og fleira. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, vera samviskusamur og hafa góða og vandaða framkomu ásamt ríkri þjónustulund. Mikilvægt er einnig að eiga auðvelt með samskipti og geta auk íslensku haft ensku vel á valdi sínu. …

Á svið – leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms

  Leikhópur Skallagríms-mynd OHRLeikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms frumsýnir leikritið „Á svið“ eftir Rick Abbot föstudaginn 20. febrúar næstkomandi í félagsheimilinu Lyngbrekku. Þetta er gamanleikur í þremur þáttum. Leikritið fjallar um leikhóp sem er að setja upp leikritið „Hið fúla fólsku morð“ og er óhætt að segja að margt fari úrskeiðis og gangi á ýmsu hjá leikhópi þessum. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson …

Háskóladagurinn á laugardag

Laugardaginn 21. febrúar kynna háskólar landsins námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Kynningin fer fram á tveimur stöðum í borginni. Háskóli Íslands verður á Háskólatorgi, Gimli og Odda í Háskóla Íslands og í Ráðhúsi Reykjavíkur verða Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Þá verður á sama tíma boðið upp á …