Stormar og styrjaldir í Landnámssetri

mars 3, 2009
Föstudaginn 6. mars hefur göngu sína ný sagnaskemmtun á Sögulofti Landnámsseturs þegar rithöfundurinn og sagnamaðurinn Einar Kárason stígur á stokk og segir efni Sturlungu. Einar kallar sögu sín Stormar og styrjaldir á Sturlungaöld. Einar hefur á undanförnum árum kafað undir yfirborð Sturlungu og sett söguefnið fram í bókunum Óvinafagnaður og Ofsi. Fyrir Ofsa hlaut Einar Bókmenntaverðlaun 2009.
Í þessum bókum lætur Einar persónur Sturlungu, sjónarvotta atburðanna og gerendur segja okkur frá í fyrstu persónu. Með þessum stíl færir Einar okkur eins og inn í atburðarásina og reynir að varpa ljósi á ástæður þeirra voðaverka sem framin voru eða gefur persónum kost á að úrskýra gerðir sínar. Það er eins og við séum að heyra um viðburði sem gerðust í gær. Stormar og styrjaldir verða á dagskrá Landnámsseturs fram á vorið.
 

Share: