Vinnumálastofnun og Félags- og tryggingamálaráðuneyti hefur auglýst styrki til atvinnumála kvenna lausa til umsóknar.
Styrkir þessir hafa verið veittir síðan 1991 og á síðasta ári voru 50 milljónum úthlutað til 56 kvenna um land allt.
Styrkhæf verkefni skulu vera í eigu kvenna (amk 50%) og stjórnað af konum og skal verkefnið fela í sér atvinnusköpun til frambúðar. Um nýnæmi skal vera að ræða, annaðhvort nýja vöru/þjónustu eða þróun vöru/þjónustu.
|
|
Kröfur eru gerðar um að viðskiptahugmynd sé vel útfærð, markmið skýr og leiðir að þeim vel útfærðar. Verkáætlun skal vera vel útfærð og raunhæf og kostnaðar og tekjuáætlun vönduð, skýr og trúverðug. Kröfur eru um að verkefnið skekki ekki samkeppnisstöðu á þeim markaði sem varan eða þjónustan er á.
Hámarksstyrkur er að jafnaði kr. 2.000.000 en ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 300.000.
Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, áætlanagerðar, þróunarkostnaðar og markaðssetningar en upplýsingar má finna á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is
Liggi viðskiptaáætlun fyrir og og viðskiptahugmyndin sé trúverðug er hægt er að sækja um styrk til að hrinda hugmynd í framkvæmd.
Ekki eru veittir styrkir til stærri fjárfestinga né rekstrarstyrkir.
Hámarksstyrkur er að jafnaði kr. 2.000.000 en ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 300.000.
Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, áætlanagerðar, þróunarkostnaðar og markaðssetningar en upplýsingar má finna á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is
Liggi viðskiptaáætlun fyrir og og viðskiptahugmyndin sé trúverðug er hægt er að sækja um styrk til að hrinda hugmynd í framkvæmd.
Ekki eru veittir styrkir til stærri fjárfestinga né rekstrarstyrkir.
Styrkupphæð að þessu sinni er 25.milljónir og sækja skal rafrænt um á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is og er umsóknarfrestur til 9.mars.
Allar nánari upplýsingar um styrkina veitir Ásdís Guðmundsdóttir, starfsmaður Vinnumálastofnunar í síma 582-4914 eða í tölvupósti asdis.gudmundsdottir@vmst.is