Bílaþvottur 9. bekkjar í Borgarnesi

  Krakkarnir í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi eru þessa dagana að afla fjár vegna ferðar til Póllands næsta haust. Þau bjóða upp á bílaþvott um næstu helgi, laugardaginn 28. mars og sunnudaginn 29. mars i húsi BM Vallár í Borgarnesi.

Menningarverðlaun DV – byggingarlist

Nýlega var tilkynnt niðurstaða dómnefndar um Menningarverðlan DV í byggingarlist. Skemmst er frá að segja að félagarnir Steinþór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson höfundar menntaskólahússins hrepptu verðlaunin. Þeir eiga arkitektastofuna Kurtogpí. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. „Byggingunni er skipt upp í þrjá hússkrokka með þakgörðum. Höfundar vitna til mælikvarða bæjarsamfélagsins sem húsið er byggt inn í og margbreytilegrar húsagerðar …

Brandöndin komin í Borgarfjörðinn

Nú á vordögum flykkjast til landsins hinir ýmsu farfuglar sem hér eiga sumardvöl. Síðastliðinn sunnudag 22. mars sáust um fimmtíu brandendur á Andakílsá í Borgarfirði. Þessi komutími er í fyrrafalli en algengt er að Brandendur komi til landsins í kringum 30. mars. Brandöndin er nýlegur landnemi á Íslandi og aðalheimkynni þeirra hér á landi er Borgarfjörðurinn. Kjörlendi brandanda eru leirur …

Aukasýningar á Skólavaktinni

Unglingarnir í Nemendafélagi Grunnskóla Borgarness frumsýndu síðastliðinn föstudag í Óðali leikritið „Skólavaktin“ en það er frumsamið leikrit um líf og starf í Grunnskólanum í Borgarnesi. Unglingarnir sömdu handritið sjálf og taka þarna sérstaklega til skoðunar ávana og kæki kennara sinna og gera að þeim góðlátlegt grín. Sýningin hefur fallið í góðan jarðveg og vegna fjölda áskorana er efnt til tveggja …

Sölustaðir tóbaks í Borgarnesi afgreiða ekki tóbak til barna

Fjör í ÓðaliStýrihópur um forvarnir í Borgarbyggð stóð í febrúar s.l. fyrir könnun á aðgengi barna undir 18 ára aldri að tóbaki hjá söluaðilum í Borgarnesi. Slík könnun hefur verið gerð af og til frá árinu 2000 og hefur komið misvel út. Ástandið var sérstaklega slæmt á árunum 2007 og 2008 þegar mikið var um að börn afgreiddu börn um …

Heimsókn í Ráðhúsið

Síðastliðinn föstudag komu nemendur 2. bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi ásamt kennurum sínum, í starfskynningu í Ráðhúsið í Borgarnesi. Á meðfylgjandi myndum má sjá Sigurjón Einarsson leiða krakkana í allan sannleik um skipulagsmál í Borgarbyggð og Pál Brynjarsson fara yfir gatnagerðarmál með þeim og vísa í myndir Sigvalda Arasonar til myndræns stuðnings. Krakkarnir voru áhugasöm og gaman að fá þau í …

Svæðalandvörður í Borgarbyggð

Hraunfossar Umhverfisstofnun hefur nú auglýst til umsóknar störf landvarða á komandi sumri. Um eitt starf svæðalandvarðar er að ræða í Borgarbyggð. Síðastliðið sumar var í fyrsta sinn ráðið í starfið og var það tilraunaverkefni. Um er að ræða landvörslu við Hraunfossa, Eldborg, Grábrók, í Húsafellskógi og Geitlandi. Upplýsingar má nálgast á vef Umhverfisstofnunar http://ust.is/  

Stóra upplestrarkeppnin

Sigurvegarar keppninnar ásamt kennurum.Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Þinghamri, Varmalandi miðvikudaginn 18.mars. Þetta var vesturlandshluti keppninnar og áttust við lið frá Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandsskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi, Heiðarskóla, Grunnskólanum í Búðardal og Laugargerðisskóla. Það var nemandi Grunnskóla Borgarfjarðar, Þorsteinn Bjarki Pétursson frá Geirshlíð í Flókadal sem bar sigur úr býtum. Annað og þriðja sætið hrepptu þær Fanney Guðjónsdóttir og …

Aðalfundur Skallagríms

  Aðalfundur Ungmennafélagsins Skallagríms verður haldinn í Félagsmiðstöðinni Óðali, mánudaginn 30. mars næstkomandi og hefst kl: 20:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Tillaga að breytingum á lögum félagsins liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar. 3. Önnur mál. 4. Ný heimasíða félagsins verður kynnt.    

Árshátíð Grunnskóla Borgarness

Unglingarnir í Nemendafélagi Grunnskóla Borgarness setja í ár á svið í Óðali leikritið „Skólavaktin“ sem er frumsamið leikrit um líf og starf í Grunnskólanum í Borgarnesi. Unglingarnir sömdu handritið sjálf og taka þarna sérstaklega til skoðunar ávana og kæki kennara sinna og gera að þeim góðlátlegt grín. Það er Eygló Lind Egilsdóttir sem leikstýrir unglingunum að þessu sinni. Frumsýnt verður …