Viðburðarvika – frá Menningarráði Vesturlands

mars 30, 2009
Á síðasta ári var gefinn út lítill bæklingur um menningarviðburði á ákveðnum tíma að vori sem dreift var um Vesturland. Margir lýstu ánægju með þetta framtak til þess að hvetja til menningarviðburða á þessum tíma og er því ákveðið að halda því áfram. Menningarráð Vesturlands mun senda út bækling þar sem auglýstir verða viðburðir sem standa yfir frá sumardeginum fyrsta 23. apríl til sunnudagsins 3. maí.
Með þessu vill menningarráð hvetja til menningarviðburða af öllu tagi á þessum tíma.
Beiðnir um þátttöku þurfa að berast fyrir 6. apríl á menning@vesturland.is.
Upplýsingar gefur Elísabet Haraldsdóttir í síma 4332313 / 8925290 og á heimasíðu
 

Share: