Síðasta vetrarmót Grana

mars 30, 2009
Þriða og síðasta vetrarmót Grana verður haldið næstkomandi þriðjudag 31. mars en ekki 2. apríl eins og áður hafði komið fram. Mótið fer fram í reiðhöllinni á Mið – Fossum í Andakíl. Keppt verður í þremur flokkum í Smala, 1. og 2. flokki og flokki 17 ára og yngri.Stigahæstu knapar vetrarins hljóta verðlaun í boði hestavöruverslunarinnar Knapans í Borgarnesi.
Þátttöku skal skrá á netfangið grani@lbhi.is fyrir hádegi þriðjudaginn 31. mars. Gjald er kr. 1000 á skráningu í 1. og 2. flokki og kr. 500 í flokki 17 ára og yngri. Í skráningu þarf að koma fram nafn knapa og keppnisflokkur, nafn hests, aldur og litur.

Share: