Laus eru til umsóknar eftirfarandi störf: Flokksstjórastörf Um er að ræða leiðbeinendastörf þar sem vinnuflokkum unglinga er stýrt og þeim kennd rétt vinnubrögð í fjölbreyttum og krefjandi störfum. Starfið gefur einstaka möguleika á að njóta útivistar og eiga þátt í að prýða sveitarfélagið. Daglegur vinnutími er frá 8:00 til 16:30. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri. Laun …
Samstöðuball starfsmanna Borgarbyggðar
Samstöðuballs starfsmanna Borgarbyggðar verður haldið í Menntaskóla Borgarfjarðar síðasta vetrardag, þann 22. apríl 2009. Sjá hér auglýsingu um ballið. Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á harpa@borgarbyggd.is
Nýtt altari í Reykholtskirkju
Í Reykholtskirkju hefur verið komið fyrir nýju altari í hliðarstúku kirkjunnar. Stefán Ólafsson smíðaði altarið. Hin gamla altarismynd Reykholtskirkju frá því á 16. öld prýðir stúkuna. Þá hefur listiðnaðarkonan Margrét Gunnlaugsdóttir ofið forkunarfagran altarisdúk. Undanfarin ár hafa skilað miklum árangri í uppbyggingu Reykholtsstaðar. Reykholtskirkja- Snorrastofa stendur fyrir fjölskrúðugri starfsemi, meðal annars sagnfræðilegum rannsóknum og útgáfu niðurstaðna af þeim. Þá …
Vinnuskólinn – sumarstörf unglinga
Vinnuskóli Borgarbyggðar auglýsir nú eftir fólki til stafa í sumar. Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk grunnskóla. Vinnan felst aðallega í fegrun og snyrtingu opinna svæða svo og að læra grunnatriði við almenna vinnu, stundvísi, vinna með öðrum, meðferð og frágang áhalda og tækja ásamt öðru sem máli skiptir og nýtast mun seinna meir þegar út á …
Opið hús á Hesti
Landbúnaðarháskóli Íslands verður með opið hús í kennslu- og rannsóknafjárhúsunum að Hesti í Borgarfirði laugardaginn 4. apríl nk. Líkt og árið 2007 verða m.a. kynnt rannsóknaverkefni í sauðfjárrækt og jarðrækt á vegum LbhÍ og samstarfsaðila, auk fyrirhugaðra verkefna á komandi misserum. Nám við LbhÍ verður kynnt auk þess sem lambhrútar verða til sýnis og annað fé. Auk þess verða ýmsar …
Strætó – aukin þjónusta við farþega
Strætó býður nú upp á nýja þjónustu þar sem farþegar á Vesturlandi geta skráð sig á póstlista og fengið sent SMS ef ferðir falla niður. Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Íþróttamiðstöðin – breyttur opnunartími
Frá og með 1. apríl næstkomandi breytist opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Sundlauginn lokar kl. 21.00 á virkum dögum og æfingar í sal hætta kl. 22.00. Hér er um tímabundna aðgerð að ræða sem er liður í sparnaði í rekstri sveitarfélagsins. Sjá auglýsingu hér.
Borgarbyggð auglýsir styrki
Borgarbyggð auglýsir nú eftir umsóknum vegna úthlutunar á styrkjum til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi fyrir árið 2009. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 20. apríl næstkomandi. Úthlutunarreglur má nálgast hér.
Sumarstörf hjá Borgarbyggð 2009
Laus eru til umsóknar sumar- og afleysingastörf hjá Borgarbyggð. Auglýst er eftir fólki til starfa við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi og við íþróttamiðstöðina á Kleppjárnsreykjum. Einnig eru auglýst störf flokkstjóra við vinnuskóla Borgarbyggðar. Nánari upplýsingar um störfin má nálgast hér.
Öflugt starf Slökkviliðs Borgarbyggðar
Hjá Slökkviliði Borgarbyggðar vinna menn öflugt starf við uppbyggingu slökkviliðsins og þjálfun liðsmanna. Um áramótin síðustu voru ráðnir þrír nýir menn til slökkviliðsins í Borgarnesi og á síðasta ári þrír til liðsins í Reykholtsstöð. Þeir hafa verið í þjálfun í vetur í reykköfun og fleiru. Brunamálaskólinn var með námskeið í byrjun mars, fyrsta hluta námskeiðs sem nefnist Slökkviliðsmaður 1. Námskeiðið …