Við leitum að fólki sem er tilbúið til að veita börnum stuðning í allt frá nokkrum tímum á viku upp í 50% starf í 6 vikur í sumar. Við leitum að heilbrigðum einstaklingum, eldri en 20 ára, með hreint sakavottorð, sæmilegt hugmyndaflug og slatta af þolinmæði. Sérstaklega eru karlkyns einstaklingar af þessu tagi hvattir til að hafa samband. Þetta er …
Grunnskólabörn fá reiðhjólahjálma að gjöf
1. bekkur Grunnskólans í Borgarnesi fékk í morgun, afhenta reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskip. Af því tilefni voru lögregluþjónn og skólahjúkrunarfræðingur með fræðslu um öryggi í umferðinni og notkun hjálma.
Vortónleikar Tónlistarfélagsins í Logalandi
mynd_mmVortónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða haldnir í Logalandi sunnudaginn 24. maí næstkomandi og hefjast klukkan 21.00. Á tónleikunum flytur Kammerkór Langholtskirkju dagskrá með djassívafi. Á efnisskrá kórsins eru meðal annars verk eftir Lennon og McCartney, Nils Lindberg, Milton Drake og Ben Oakland auk nokkurra djassstandarda í útsetningu Árna Ísleifssonar. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Undirleik annast djasssveit en hana skipa þeir …
Kettir og fuglar
Nú fer sá tími í hönd að fuglar fara að unga út eggjum sínum og ungarnir fara ófleygir á stjá. Þrastarungar yfirgefa hreiðrin hálffleygir og mófugla- og andaungar eru ófleygir á ferð og eru því auðveld bráð fyrir ketti og önnur rándýr. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem veiða helst að nóttu til. Á þessum tíma er því mikilvægt …
Frá körfuknattleiksdeild Skallagríms:
Er ekki orðið tímabært að taka til í geymslunni, garðinum, skúrnum, sumarbústaðnum, atvinnuhúsnæðinu eða hvar sem er og losa sig við hluti sem þið viljið ekki eiga lengur ??? Körfuknattleiksdeild Skallagríms er að undirbúa Kompudaga til styrktar starfinu. Kompudagar verða í júní en munu verða nánar kynntir síðar. Endilega hafið samband og komið til okkar munum sem þið viljið losna …
Skallagrímur – grænir og umhverfisvænir
Ungmennafélagið Skallagrímur hefur hafið samstarf við Gámaþjónustu Vesturlands um útbreiðslu endurvinnslutunnunar. Allar starfandi deildir innan Skallagríms munu á næstu dögum gerast byltingarsinnaðar og félagar ganga í hús í Borgarnesi og bjóða endurvinnslutunnur frá Gámaþjónustunni til leigu. Verkefnið verður unnið samhliða því að skrá nýja félagsmenn í Skallagrím. Félagið fær sem nemur tveggja mánaða leigu af öllum tunnum sem leigðar verða …
Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Nú standa yfir vortónleikar hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar og fara þeir fram í Tónlistarskólanum Borgarbraut 23 og í félagsheimilinu Logalandi. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Vortónleikaröðin hófst síðastliðinn mánudag með tónleikum í Tónlistarskólanum. Næstu tónleikar verða: Ø Miðvikudaginn 13. maí kl. 18:00 í Tónlistarskólasal Borgarnesi Ø Miðvikudaginn 13. maí kl. 20:30 í Logalandi Ø Fimmtudaginn 14. maí kl. 18:00 …
Fundur í Grunnskóla Borgarfjarðar
Fundur er boðaður með foreldrum og forráðamönnum nemenda í 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar í dag, miðvikudaginn 13. maí kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn í matsalnum á Kleppjárnsreykjum. Kennarar í bóklegum greinum segja frá tilhögun námsmats í vor og Elín Kristjánsdóttir, náms- og starfsráðgjafi mætir á fundinn og veitir upplýsingar vegna umsókna í framhaldsskóla. Fyrirspurnir og umræður.
Eineltiskönnun í Grunnskólanum í Borgarnesi
Um nokkurra ára skeið hefur eineltiskönnun verið lögð fyrir nemendur í 4. – 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi. Líkt og áður var könnun lögð fyrir í lok febrúar nú í ár. Í fyrsta skipti var könnunin lögð fyrir á rafrænu formi sem auðveldar úrvinnslu mikið. Könnuninni var einnig breytt nokkuð frá fyrri könnunum sem gerir það að verkum að samanburður …
M/S Hvítá MB 8 komin í Borgarnes
Þeir Gunnar Ólafsson fyrrv. skipstjóri og Sigvaldi Arason í Borgarnesi hafa að undanförnu gengist fyrir því að skipslíkön tengd útgerðarsögu Borgnesinga fari í eigu Byggðasafns Borgfirðinga í Safnahúsi. Í ágúst í fyrra komu þeir færandi hendi með Eldborgina sem var gerð út frá Borgarnesi í meira en tvo áratugi og á sér því mikilvægan sess í atvinnusögu héraðsins. Í dag …