Englaraddir í Paradísarlaut

júní 14, 2009
Það var harla óvenjulegt um að litast í Paradísarlaut í Norðurárdal í dag þegar krakkar úr Skólakór Kársness stóðu þar í hrauninu og sungu íslensk lög fyrir þakkláta áheyrendur. Veðrið lék við mannskapinn og fyrir kom að fuglaraddir úr náttúrunni tækju undir með kórnum.
Stjórnandi kórsins er Þórunn Björnsdóttir og Martin Hunger Friðriksson lék undir á rafmagnspíanó. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá tónlistarhátíðarinnar IsNord, sem lýkur með tónleikum tileinkuðum Böðvari Guðmundssyni og verða þeir næstkomandi þriðjudagskvöld í Logalandi. Listrænn stjórnandi og skipuleggjandi IsNord hátíðarinnar er Jónína Erna Arnardóttir.

Share: