Félagsmiðstöðin Mófó Hvanneyri opnar

Í vetur verður áfram gerð tilraun með félagsmiðstöð á Hvanneyri sem opin verður einu sinni í viku fyrir unglinga í Grunnskóla Borgarfjarðar líkt og gert er fyrir unglinga í Varmalandsskóla í Gauknum Bifröst.   Starfið í félagsmiðstöðinni Mófó Hvanneyri hefst næstkomandi mánudagskvöld kl. 20.00. Félagsmiðstöðin er opin öllum unglingum í Grunnskóla Borgarfjarðar í 7. – 10. bekk og stjórnar stjórn …

Mímir ungmennahús opnar í MB

Síðustu tvær vikur hafa ungmenni í Mími ásamt ungmennum í Nemendafélagi MB unnið sameiginlega að flutningi ungmennahússins frá Kveldúlfsgötu 2b yfir götuna í frábæra aðstöðu sem er á neðri hæð menntaskólans. Verður þetta vonandi framtíðar ungmennahús sveitarfélagsins ásamt því að þar fer fram starfsemi nemendafélags menntaskólans. Undirbúningur hefur gengið vel og samstarf stjórna með miklum ágætum. Einnig hefur ungmennaráð sveitarfélagsins …

Borgarbyggð í Útsvari á laugardaginn

Þátturinn Útsvar er kominn á dagskrá hjá RÚV og var fyrsti þátturinn s.l. laugardag. Þar áttust við sveitarfélögin Norðurþing og Reykjanesbær. Næsta laugardag er svo komið að Borgarbyggð, sem keppir við Akureyri. Lið Borgarbyggðar verður þannig skipað að Heiðar Lind Hansson og Hjördís H. Hjartardóttir mæta á nýjan leik en nýr liðsmaður verður Stefán Einar Stefánsson.   Þátturinn verður sendur …

Forntraktorar vinsælir

Fullbókað er nú á námskeið um forntraktora sem Landbúnaðarsafn Íslands, Jörvi og Landbúnaðarháskólinn standa að þann 10. október næstkomandi. Verið er að kanna möguleika á viðbótarnámskeiði til að mæta eftirspurn. Á námskeiðinu verður fjallað um forntraktora á Íslandi og hvernig þeim má gera til góða, hirða þá og varðveita sögu þeirra sem hluta af menningarsögu sveitanna. Áhersla verður lögð á …

Mikið líf í Safnahúsi

Mjög góð aðsókn hefur verið að Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi í sumar og í ágústmánuði einum komu um 1400 gestir. Alls komu um 8000 manns í húsið fyrstu átta mánuði ársins sem er um 20 % aukning frá því í fyrra. Þessa dagana vekur mikla athygli sýning ungs listamanns sem ættaður er úr Borgarnesi, Matthíasar Margrétarsonar. Matthías hefur þegar stundað …

Menntaáætlun Evrópusambandsins styrkir LbhÍ

Í síðustu voru undirritaðir samningar um styrki úr Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Úthlutunarnefnd ákvað að undangengnu mati sérfræðinga að styrkja þrjú verkefni en að þessu sinni bárust sjö umsóknir. Eitt þessara verkefna er á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands, en LbhÍ hlaut styrk til að vinna að tveggja ára verkefni með sauðfjárbændum í fimm Evrópulöndum. Sauðfjárbændum og öðrum þeim sem vinna …

Styrktarsýning á Brák

  Fimmtudagskvöldið 24. október verður sérstök styrktarsýning í Landnámssetrinu á leikritinu Brák eftir Brynhildi Guðjónsdóttur. Allur ágóði af sýningunni rennur til endurhæfingardeildar Grensásspítala og enn eru til lausir miðar. Brák er einleikur í fullri lengd eftir Brynhildi Guðjónsdóttur. Verkið er sérstaklega samið fyrir Söguleikhúsið til sýninga á Söguloftinu á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Leikritið er saga Þorgerðar Brákar, fóstru Egils Skallagrímssonar …

Örnefni og örnefnasöfnun á Vesturlandi

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, félag eldri borgara í Borgarfjarðardölum, félag eldri borgara í Snæfellsbæ og Menningarráð Vesturlands gangast fyrir fundum um örnefni og örnefnaskráningu. Fundirnir verða haldnir miðvikudaginn 30. september, kl 13.00 í Reykholti, og kl 20.00 í Átthagastofu í Ólafsvík. Sjá nánar á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is    

Ráðstefna um Kirkjur Íslands

Í tilefni af útkomu tveggja nýrra binda af Kirkjum Íslands verður haldin ráðstefna í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 24. september kl. 13.15-15.00. Flutt verða sjö stutt erindi. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt lýsir markmiðum útgáfunnar og umfjöllunarefni, Jón Torfason skjalavörður segir frá heimildum um kirkjur og kirkjugripi á Þjóðskjalasafni Íslands, Björk Ingimundardóttir skjalavörður flytur óformlegt spjall um Borgarfjörð og Borgfirðinga, Sigríður Björk …

Félagsmiðstöðin Gaukurinn Bifröst

Félagsmiðstöðvarstarf í Gauknum Bifröst hefst fimmtudaginn 17. sept. kl. 20:00. Starfið er ætlað öllum unglingum í Varmalandsskóla í 7. – 10. bekk.     Opið hús í fyrsta skipti í vetur en opið verður á fimmtudagskvöldum frá kl. 20.00 – 22.00 ef þátttaka er næg. Gamlir Gossip Girl þættir látnir ganga allt kvöldið.     Allir að mæta með hugmyndir …