Skyndihjálp í efnahagsumræðunni

október 9, 2009
Vífill Karlsson lektor leiðbeinir á þörfu en óvenjulegu námskeiði næstkomandi þriðjudag. Það er haldið á vegum Símenntunarmiðsvöðvar Vesturlands og þar verða tekin fyrir helstu hugtökin í efnahagsumræðunni og þau skýrð og gerð aðgengileg. Farið verður yfir hugtök eins og hagvöxt, gengi og ávöxtun, verga landsframleiðslu, verðbólgu og viðskiptajöfnuð.
Hlutverk banka og seðlabanka verða einnig rædd.
Námskeiðið verður haldið að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi þann 13. okt. eins og áður sagði og það stendur yfir frá kl. 19:30 til 21:30.
Skráning í síma 437-2390 eða skraning@skraning.is
 
Ljósmynd: Vífill Karlsson
 

Share: