Sprotasjóður auglýsir eftir umsóknum

október 12, 2009

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Er þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er úr Sprotasjóði samkvæmt nýjum menntalögum en hann er sameiginlegur sjóður leik- grunn- og framhaldsskóla og tekur við af þróunarsjóðum þessara skólastiga.

 
Athygli er vakin á auglýsingu um Sprotasjóð sem er nú komin á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. Auglýsinguna er að finna á forsíðu vefsins, á lista yfir rafræn eyðublöð og á sérstakri síðu um Sprotasjóð undir liðnum Sjóðir og eyðublöð. http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Auglysingar/allar/nr/5147
 

Share: