Miðvikudaginn 16. des var opið hús í Tómstundaskólanum.Börnin buðu upp á kakó og piparkökur sem þau höfðu skreytt. Til sýnis voru verk barnanna sem þau hafa unnið í vetur. Margt var um manninn og sannkölluð jólastemmning. Meðfylgjandi myndir tók Gunnhildur Harðardóttir.
Gætum varúðar um jól og áramót
Nú er sá árstími þegar hvað mest er hættan á eldsvoða vegna kertaljósa og skreytinga. Slökkvilið Borgarbyggðar vill vekja athygli á nokkrum atriðum sem hafa ber í huga: * Reykskynjarar eru sjálfsögð og ódýr líftrygging. Skipta þarf um rafhlöður í þeim og gott að gera það í desember ár hvert og oftar ef þörf krefur. * Er handslökkvitæki á heimilinu? …
Breyttur fundartími sveitarstjórnar
Vakin er athygli á að sveitarstjórnarfundur hefst kl. 18,oo fimmtudaginn 17. desember en ekki kl. 16,30 eins og áður hefur verið auglýst.
Nýtt gámaplan í Reykholtsdal
Nýtt gámaplan hefur verið tekið í notkun í Reykholtsdal. Það er staðsett neðan við Grímsstaði skammt frá Reykholti. Nú eru ekki lengur gámar til almenningsnota í Reykholti. Á nýja planinu við Grímsstaði verða gámar fyrir almennt heimilissorp, timburgámur og járnagámur. Það var Guðmundur Kristinsson bóndi á Grímsstöðum sem vann planið fyrir Borgarbyggð. Íbúum er bent á að flokka rétt í …
Hreinsistöðvar í Borgarbyggð
Frá heilbrigðiseftirliti Vesturlands Þessa dagana er verið að taka í notkun hreinsistöðvar fyrir fráveitu á Bifröst, Varmalandi, Reykholti og Hvanneyri. Orkuveitan byggði þessar stöðvar og mun sjá um rekstur þeirra. Vegna þessara framkvæmda munu fráveitumál á þessum stöðum verða með þeim bestu sem þekkjast hérlendis. Rekstur hreinsistöðva er viðkvæmur sérstaklega þegar hreinsa þarf mikla fitu. Fitan getur truflað hreinsibúnaðinn og …
Jólamarkaður í Upplýsingamiðstöðinni
Jólamarkaður verður haldinn í dag, þriðjudaginn 15. desember, í Upplýsingamiðstöð Vesturlands frá kl. 15.00 til 20.00. Þar verður til sölu fjölbreytt listhandverk frá Vesturlandi. Einnig mun listafólk mæta með listmuni og kynna vöru sína. Þar á meðal verða Dýrfinna Torfadóttir skartgripahönnuður, Sigrún Skarphéðinsdóttir vefari og María Kristín Óskarsdóttir keramiker. Leirpottar Sigríðar Erlu úr dalaleir, sem hafa notið mikilla vinsælda, verða …
Opið hús í Tómstundaskólanum
Nemendur skólans síðastliðinn veturOpið hús verður í Tómstundaskólanum í dag, miðvikudaginn 16. desember milli kl. 14.00 og 16.00. Boðið verður upp á kakó og piparkökur sem börnin hafa bakað og skreytt. Til sýnis verða þau verkefni sem börnin hafa unnið að í vetur og munu börnin taka verk sín með sér heim í lok dags.
Tapað naumlega í Útsvari
Fulltrúar Borgarbyggðar í Útsvari kepptu á laugardaginn var og endaði þátturinn á naumlegu tapi liðsins fyrir Álftnesingum eftir spennandi lokahnykk þar sem um tíma horfði í bráðabana. Í liðinu voru þau Heiðar Lind Hansson, Hjördís H. Hjartardóttir og Stefán Einar Stefánsson og hafa þau staðið sig frækilega í keppninni, en í fyrstu umferð náðu þau þeim góða árangri að fá …
Síðasti dagur jólaútvarps
Í dag föstudag er síðasti dagur útsendingar í jólaútvarpinu í Óðali sem verið hefur í loftinu alla þessa viku. Nú í hádeginu verður sagt frá brunanum sem varð í gærkvöldi á Egilsgötunni, hádegisviðtalið og fleira fréttnæmt.Kl. 13.00 verður svo pallborðið á sínum stað þar sem bæjarmálin verða rædd með góðum gestum í beinni útsendingu. Benda má á að allir geta …
Loftlagsvaka í Borgarnesi
UMÍS ehf. Environice stendur fyrir loftslagsvöku í Borgarnesi laugardaginn 12. desember nk. kl. 17.00. Vakan er hluti af alþjóðlegu átaki til að minna leiðtoga þjóða heims á mikilvægi þess að þeir nái metnaðarfullu og réttlátu samkomulagi á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn, um aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum. Loftlagsvakan verður haldin við inngang Skallagrímsgarðs og reiknað er með að …